© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.7.2011 | 19:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Sigurður Gunnar #15
Mynd: VF.is
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er miðherji í landsliði Íslands og leikur í treyju númer 15.

Fullt nafn: Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Hæð: 204
Aldur: 23
Gælunafn: Siggi

Giftur / sambúð? Sambúð
Börn: engin

Hvað eldaðir þú síðast? Lambafille á muurikkapönnunni, mæli með að allir fái sér svoleiðis!!!

Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? ÉG matvandur? ekki þekktur fyrir það!

Hvað seturðu á pizzuna þína? pepperoní, lauk, ólífur, papriku og sveppi.

Uppáhalds vefsíða? nbaisland.blogspot.com er í miklu uppáhaldi.

Frægasti vinur þinn á Facebook? Valtýr Björn!

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Já, ég geri alltaf sömu rútínuna inni í klefa.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég byrjaði að fylgjast með körfubolta útaf Michael Jordan, og hef alltaf haldið mikið upp á hann.

Erfiðasti andstæðingur? Ætli það sé ekki Nikola Pekovic miðherji Minnesota Timberwolves

Sætasti sigurinn? Sigurinn á Evrópumeisturunum frökkum á Evrópumótinu U18 er í miklu uppáhaldi!

Mestu vonbrigði? 5. leikur á móti Snæfelli í fyrra og fjórframlengdi leikurinn á móti KR fyrir tveimur árum

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Dennis Rodman

Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu sérstöku í leik en man eftir einu skondnu atriði úr unglingalandsliðsferð þar sem Hörður Helgi (leikmaður Vals) og Hafþór Júlíus (sterkasti maður Íslands) höfðu deilt herbergi saman í 4 daga. Seinasta kvöldið var Haffi að tannbursta sig inn á baði og Höddi labbar inn á baðherbergið og spyr hvað í ósköpunum Haffi sé að gera með sinn tannbursta í munnvikunum, og þá svara Haffi að þetta sé sinn tannbursti og þeir fóru eitthvað að þræta um þetta og komust að því að þeir höfðu deilt sama tannburstanum í 4 daga.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára á Ísafirði

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Skutulsfjörður

Vandræðalegasta augnablik? Ætli það sé ekki fyrsta viðtalið mitt í Keflavík eftir úrslitaleik í Poweradebikarnum sem við unnum, held að það hafi ekki skilst eitt orð sem ég sagði :)

Hver á ljótasta bílinn í liðinu? Hörður Axel ekki spurning

Hver er fyndnastur í liðinu? þetta er hörð barátta milli Brynjars og Óla Óla, en Brilli veit sjaldnast af því að hann sé fyndinn

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Virkilega góður dansari

Uppáhalds:
Lið í NBA: Chicago Bulls
Lið í Evrópska körfuboltanum: Ekkert sérstakt lið
Leikmaður í körfu: Derrick Rose er í miklu uppáhaldi
Erlenda hljómsveit: enginn sérstök
Innlenda hjlómsveit: Hjálmar
Bíómynd: get ekki gert upp á milli góðra mynda
Sjónvarpssería: How I met your mother
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla 1998 eftir úrslitaeinvígi við KR. Aftari röð frá vinstri, Brynjar Ásmundsson vatnsberi, Gunnar Þorvarðarson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari, Örvar Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Páll Kristinsson, Petey Sessoms, Ægir Gunnarsson, Sævar Garðarsson, Sara Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarni Bragason vatnsberi. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson með dóttur sína Ernu Lind í fanginu, Guðjón Gylfason, Ragnar Ragnarsson, Friðrik Ragnarsson, Logi Gunnarsson og Örlygur Sturluson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið