© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.7.2011 | 17:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Pavel #12
Pavel Ermolinski er leikmaður nr. 12 í landsliðinu og nýjasti samhverji Jakobs og Hlyns hjá Sundsvall Dragons í Svíþjóð.

Fullt nafn: Pavel Ermolinski
Hæð: 202
Aldur: 24
Gælunafn: Pavelino

Giftur / sambúð? Á góða kærustu
Börn: Nei á góð 6 ár eftir

Hvað eldaðir þú síðast? Pasta fyrir langalöngu

Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Fiskur er ekki ofarlega á vinældarlistanum, en ég hef þó tekið hann meira í sátt með árunum.

Hvað seturðu á pizzuna þína? Er opinn fyrir öllu, því meira því betra. Ananas er þó fastagestur á mínum pizzum. Gerir hana safaríkari.

Uppáhalds vefsíða? Vísir.is

Frægasti vinur þinn á Facebook? Þórhallur miðill.

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Já það er löng og ströng rútína, allt frá hvaða sjónvarpsþætti ég horfi á yfir daginn íhversu of ég reima skóna fyrir leik.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Það var alltaf einhver nýr.

Erfiðasti andstæðingur? Molten boltarnir sem við þurfum að spila með á NM.

Sætasti sigurinn? Árið í fyrra var í heildina mjög sætt.

Mestu vonbrigði? Að það er ekki Serrano í Sundsvall.

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Hef fulla trú á því að ég og Dwight myndum ná vel saman, henda honum bara upp í átt að körfunni.

Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Í öðrum leik eftir að ég kom heim frá Spáni byrjaði einn dómari í deildinni að tala ensku við mig. Skiljanleg mistök svosem.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára með Skallagrím. Pabbi var þjálfari og við spiluðum á móti KR með 82' strákana innanborðs. Sá leikur tapaðist með 2 stigum þrátt fyrir ágæta tilraun hjá gamla að skora 3 stig með "húkk" skoti á síðustu sekúndu,

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Eymundsson.

Vandræðalegasta augnablik? Í hvert sinn sem Fannar Ólafsson liðsfélagi minn hjá KR reynir að dripla boltanum. Vandræðalegt fyrir alla sem eru á svæðinu. Maður fær klígju.

Hver á ljótasta bílinn í liðinu? ?

Hver er fyndnastur í liðinu? Helgi Magg á sín moment.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég vann Íslandsmótið í badminton í mínum aldurslokki fyrir mörgum árum. Fáranlega mjúkur og hreyfanlegur spilari.

Uppáhalds:
Lið í NBA: Miami
Lið í Evrópska körfuboltanum: Malaga
Leikmaður í körfu: Lebron
Erlenda hljómsveit: Jay Z
Innlenda hjlómsveit: Gusgus
Bíómynd: Við Hlynur eigum það sameiginlegt að elska Transformers.
Sjónvarpssería: Lost og Office (breska útgáfan að sjálfsögðu)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Stærstur hluti þeirra dómara sem hófu leik haustið 2006 ásamt Richard Stokes, yfirmanni dómaramála hjá FIBA Europe, og Snorra Erni Arnaldssyni, formanni dómaranefndar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið