© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.7.2011 | 14:22 | FÍR | Yngri landslið
Tap fyrir Belgum
Íslenska liðið var rétt í þessu að ljúka leik gegn Belgum sem höfðu fyrir leikinn unnið alla sína leiki nokkuð afgerandi.

Í upphafi leiks stefndi allt í að Belgar væru að stinga af, leikmenn liðsins hitttu afar vel og þar af fóru fyrstu fjögur þriggja stiga skot þeirra ofan í.

Við náðum svo 12-0 spretti og minnkuðum muninn í 4 stig en eftir fyrsta leikhluta var staðan 24:29 Belgum í hag.

Annar leikhluti var algerlega eign Belga og staðan í hálfleik var 30:49.

Belgar voru að hitta mjög vel á meðan að við vorum ekki að hitta úr opnum skotum og einnig gekk okkur illa að nýta vítin. Gegn þessu liði Belga gengur svoleiðis ekki.

Markmið seinni háfleiks var að vinna báða fjórðunga og koma okkur í þá stöðu að eiga möguleika síðustu fimm mínúturnar á að vinna leikinn.

Þriðja leikhlutann unnum við 22:20 svo fyrsta markmiðið náðist.

Í fjórða leikhluta héldu drengirnir að spila af krafti og náðu að minnka muninn í 7 stig og við með boltann þegar um fimm mínútur voru eftir þannig að annað markmiðið náðist einnig. Því miður náðum við ekki að fylgja því eftir og lokatölur voru 69:80. Fjórði leikhluti vannst 17:11.

Það er ekki skömm að tapa fyrir góðu liði sem Belgar eru en það verður þó að segjast að með nokkuð eðlilegri hittni fyrir utan þriggja stiga línuna ( 6/29 20% ) og með betri vítahittni ( 11/20 55% ) er aldrei að vita hvernig þessi leikur hefði endað.

Þriggja stiga hittni Belga var 14/35 eða 40% og vítahittni var 8/12 eða 66%

Haukur Helgi var stigahæstur með 28 stig og tók hann einnig 11 fráköst.

Ægir Þór var með 15 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar.

Trausti Eiríksson barðist vel og tók 7 fráköst eins og Ragnar Nathanaelsson.

Daði Berg og Martin Hermannsson komu með fínar innkomur af bekknum en Daði skoraði 4 stig og Martin setti 7 stig á um 10 mínútum og það var ekki að sjá að hann væri að spila þrjú ár upp fyrir sig.

Annars er hópurinn frábær og skipaður flottum karakterum sem allir styðja vel við bakið á hver öðrum og eru þeir til fyrirmyndar í einu og öllu.

Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Hvíta Rússlandi og er leikurinn klukkan 18:00 að íslenskum tíma.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Landslið karla sem lék í C riðli Evrópukeppninnar í Sion í Sviss í apríl 1981. Aftari röð frá vinstri: Agnar Friðriksson fararstjóri, Kristinn Stefánsson aðstoðarþjálfari, Steinn Sveinsson fararstjóri, Torfi Magnússon Val, Símon Ólafsson Fram, Pétur Guðmundsson Val, Jónas Jóhannesson Njarðvík, Valur Ingimundarson Njarðvík, Gísli Gíslason ÍS og Einar Bollason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Þorvarðarson Njarðvík, Jón Sigurðsson KR, Kristinn Jörundsson ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson Val, Ágúst Líndal KR og Kristján Ágústsson Val.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið