© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.7.2011 | 9:00 | FÍR
U20 leikmannakynning: #15
Síðastur í röðinni af leikmönnum U-20 ára landsliðsins sem kynntur er til leiks er Sigurður Þórarinsson.


Nafn: Sigurður Þórarinsson
Hæð: 200 cm
Fæðingarár: 1991
Gælunafn: Siggi

Skemmtilegasti leikur sem þú hefur tekið þátt í: Úrslitaleikur U-18 á norðurlandamótinu 2009.

Eftirminnilegasta frammistaðan þín:
Úrslitaleikur U-18 á norðurlandamótinu 2009.

Hvað borðar þú (oftast) fyrir leik: Ætli það sé ekki einhverskonar pasta. Síðan má ekki gleyma því að skella í sig svona eins og einum kaffibolla fyrir upphitun.

Hvaða lag “tjúnar” þig upp fyrir leiki: Ekkert sérstakt sem ég man eftir þessa stundina.

Hvernig slakar þú best á: Upp í rúmmi að horfa á góða bíómynd sem ég hef helst séð amk tvisvar sinnum áður, svona til að þurfa örugglega ekki að einbeita sér til að halda þræðinum.

Besti íslenski leikmaðurinn í dag: Jón Arnór Stefánsson

Efnilegasti íslenski leikmaðurinn í dag: Erfitt að segja, vill samt meina að Martin Hermannsson sér nokkuð efnilegur.

Besti kaninn sem spilað hefur á Íslandi: Nú veit ég ekki alveg, margir góðir sem hafa spilað hér og erfitt að gera upp á milli. Myndi hinsvegar hiklaust segja að George Byrd væri einn sá eftirmynnilegasti. Svona til að nefna einhvern á nafn.

Erfiðasti andstæðingurinn: Darrel Flake, það var skuggalega leiðinlegt að eiga við hann á blokkinni, hvort heldur sem það var í vörn eða sókn.

Auðveldasti andstæðingurinn: Ægir Þór Steinarsson, ég myndi segja að taki svona álíka mikið á að spila “1on1 fullcourt” við Ægir eins og að borða cheerios-skál í morgunmat.

Léttasti mótherji á æfingum: Haukur Óskarsson þegar maður kemur honum á low-blokkina, drengurinn er ekki nema svona 25 kg með skólatösku.

Hver er trúðurinn í hópnum: Held að það hljóti að vera Ragnar NaT

Hver er lengst fyrir framan spegilinn eftir æfingar í hópnum: Daði Berg “The Mirror” Grétarsson hatar ekki spegilinn.

Hver er kvennabósinn í hópnum: Ég myndi segja Ragnar NaT

Í hvaða íþróttahúsi finnur þú þig best: Í Borgarneshöllinni.

Hver er líklegastur til að fá tæknvillu í liðinu: Daði Berg, með Odd og Arnþór sem close second.

Hvenær fórstu síðast í strætó: Einhverntímann í vor.

Vaskar þú upp heima hjá þér: Set af og til í uppþvottavélina.

Ef þú værir strand á eyðieyju, hvað yrðir þú að hafa hjá þér: Góða tölvu og háhraða internettenginu. ( Auk helstu nauðsynja að sjálfsögðu).

Frasi/setning eða fleyg orð (sem þú notar): Mhhmmm. / Svekkjandi!

Uppáhalds:
Lið í NBA: LA Lakers.
Lið í Evrópska körfuboltanum: Pass!
Leikmaður í körfu: Dirk Nowitzki.
Erlenda hljómsveit: Metallica.
Innlenda hjlómsveit: Sálin.
Bíómynd: Shawnshank Redemtion.







Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Baldur Ólafsson átti eftirminnilega endurkomu í lið KR í úrslitaseríunni.  Hér er hann við það að troða yfir Igor Beljanski Njarðvík í fyrsta leik liðanna. Allir sem sáu leikinn muna eftir þessu atviki öðrum fremur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið