© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.7.2011 | 7:00 | Kristinn | Yngri landslið
U20 leikmannakynning: #7
U20 ára lið Íslands heldur til Bosníu í Evrópukeppni U20 um miðjan þennan mánuð.

Þar leikur Ísland í B-deild og einum af fjórum riðlum keppninnar í D-riðli. Mótherjar Íslands verða Belgía, heimamenn í Bosníu, Ísrael og Hvít-Rússar, allt hörku þjóðir og verðugir andstæðingar.

Fram að brottför verða leikmenn liðsins kynntir en þeir voru fengnir til að svara nokkrum spurningum.

Næstur í röðinni er leikmaður númer 7 en það er Fjölnismaðurinn úr Borgarnesi, Trausti Eiríksson:

Nafn: Trausti Eiríksson
Hæð: 199 cm
Fæðingarár: 1991
Gælunafn: Tausi (takk Raggi) og Þröstur af nokkrum vel völdum.

Skemmtilegasti leikur sem þú hefur tekið þátt í: Úrslitaleikur NM 2007 og Bikarúrslitin í drengjaflokk 2010.

Eftirminnilegasta frammistaðan þín: Langt frá því að vera besta frammistðaan en ég man alltaf eftir að hafa verið dregin í viðtal eftir leik árið 2009 og titlaður sem langbesti leikmaður Skallagríms í þeim leik, ég skoraði hinsvegar ekki stig í leiknum.

Hvað borðar þú (oftast) fyrir leik: Fæ mér alltaf banana sirka klukkutíma fyrir leik annars er það ekkert sérstakt sem ég borða.

Hvaða lag “tjúnar” þig upp fyrir leiki: Lose yourself – Eminem og Hyper Music – Muse

Hvernig slakar þú best á: Í vaðlauginni að stela sólargeislum og heima uppí rúmmi að horfa á þætti.

Besti íslenski leikmaðurinn í dag: Jón Arnór Stefánsson

Efnilegasti íslenski leikmaðurinn í dag: Haukur Páls og Ægir, eru samt eiginlega hættir að vera efnilegir.

Besti kaninn sem spilað hefur á Íslandi: Marcus Walker

Erfiðasti andstæðingurinn: Darrel Flake

Auðveldasti andstæðingurinn: Haukur Páls og Martin á golfvellinum

Léttasti mótherji á æfingum: Emil Barja meðan hann er puttabrotinn

Hver er trúðurinn í hópnum: Ragnar Nadal en margir aðrir eiga sín móment.

Hver er lengst fyrir framan spegilinn eftir æfingar í hópnum: Martin og Daði Berg, ekki margir aðrir sem komast að.

Hver er kvennabósinn í hópnum: Margir sem koma til greina en Raggi Nat er fremstur meðal jafningja held ég.

Í hvaða íþróttahúsi finnur þú þig best: Íþróttafjósinu í Borgarnesi og í Njarðvík.

Hver er líklegastur til að fá tæknvillu í liðinu: Ætli það séu ekki Addú eða Oddur.

Ef þú myndir fá þér tattoo, hvernig væri það: Pottþétt eitthvað töff merki / munstur ofarlega á bakið.

Vaskar þú upp heima hjá þér: Er ekki æstur í það en geri það ef það sé brýn nauðsyn.

Ef þú værir strand á eyðieyju, hvað yrðir þú að hafa hjá þér: Einn bolta, körfu, mark og þá mun mér aldrei leiðast.

Frasi/setning eða fleyg orð (sem þú notar): “Hatar ekki...” “Þá er ekki eftir neinu að bíða, en bíðum samt aðeins”

Uppáhalds:
- Lið í NBA: Ekkert sérstakt, bara allt annað en Lakers og Boston.
- Lið í Evrópska körfuboltanum: Skallagrímur
- Leikmaður í körfu: Brian Scalabrine
- Erlenda hljómsveit: Coldplay, The Fray, Eminem og Chris Brown t.d.
- Innlenda hjlómsveit: Sálin og Fræ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Alexander Ermolinskij með handfjatlar fyrsta bikar sem hann vann á Íslandi. Með honum á myndinni eru Guðmundur Ásgeirsson, Pétur R. Guðmundsson og Ágúst Bjarnason
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið