© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.7.2011 | 8:00 | Kristinn | Yngri landslið
U20 leikmannakynning: #6
U20 ára lið Íslands heldur til Bosníu í Evrópukeppni U20 um miðjan þennan mánuð.

Þar leikur Ísland í B-deild og einum af fjórum riðlum keppninnar í D-riðli. Mótherjar Íslands verða Belgía, heimamenn í Bosníu, Ísrael og Hvít-Rússar, allt hörku þjóðir og verðugir andstæðingar.

Fram að brottför verða leikmenn liðsins kynntir en þeir voru fengnir til að svara nokkrum spurningum.

Næstur í röðinni er leikmaður númer 6 og yngsti leikmaður liðsins, Martin Hermannsson:

Nafn: Martin Hermannsson

Hæð: 190 cm
Fæðingarár: 1994
Gælunafn: Tinni

Skemmtilegasti leikur sem þú hefur tekið þátt í: Úrslitaleikurinn á NM á móti Svíum í U16. Tókum Svía með 28 stigum !

Eftirminnilegasta frammistaðan þín: Úrslitaleikurinn á móti Njarðvík í drengjaflokki, og bikarúrslitaleikurinn á mót Njarðvík í 11.flokki.

Hvað borðar þú (oftast) fyrir leik: Það er misjafnt, oftast hafragraut um morguninn og pasta seinni partinn.

Hvaða lag “tjúnar” þig upp fyrir leiki: Yfirgefinn með Valdimar,

Hvernig slakar þú best á: Í láréttri stellingu.

Besti íslenski leikmaðurinn í dag: Jón Arnór Stefánsson

Efnilegasti íslenski leikmaðurinn í dag: Arnór Hermannsson

Besti kaninn sem spilað hefur á Íslandi: Marcus Walker/Brenton Birmingham/Damon Johnson

Erfiðasti andstæðingurinn: Ægir Þór Steinarsson

Auðveldasti andstæðingurinn: Matthías Orri Sigurðarson

Léttasti mótherji á æfingum: Haukur Helgi Pálsson

Hver er trúðurinn í hópnum: Daði Berg og Raggi Nat deila þessum titli.



Hver er lengst fyrir framan spegilinn eftir æfingar í hópnum: Allaveganna ekki ég. Ætli það séu ekki Trausti, Raggi, Addú, Ægir, Tommi, Haukur Páls, Haukur Óskars, Oddur, Siggi, Emil og Daði.

Í hvaða íþróttahúsi finnur þú þig best: Solna Hallen og Laugardalshöllinni

Hver er líklegastur til að fá tæknvillu í liðinu: Oddur Ólafsson

Ef þú myndir fá þér tattoo, hvernig væri það: Það yrði eitthvað ritað á öðru tungumáli á höndina.




Vaskar þú upp heima hjá þér: Uppþvottavélin bjargar deginum.

Ef þú værir strand á eyðieyju, hvað yrðir þú að hafa hjá þér: Bolta, vinina og mat !

Frasi/setning eða fleyg orð (sem þú notar): Bingó!

Uppáhalds:
Lið í NBA: L.A. Lakers
Lið í Evrópska körfuboltanum: KR !
Leikmaður í körfu: Kobe Bryant/Ray Allen
Erlenda hljómsveit: Er meira fyrir einstaklingana eins og Kaney West, Chris Brown og fleiri.
Innlenda hjlómsveit: Hjálmar





Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið