© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.6.2011 | 23:32 | fararstjori
U15ka: sigrar í síðustu tveimur leikjunum
Strákarnir í U15ka kláruðu síðustu tvo leiki Copenhagen Invitational af krafti og unnu Danmörku 78-51 og Værlöse 73-60.

Ísland - Danmörk 78-51

Eftir sigur á Englandi fyrr um daginn var góð stemmning í íslenska liðinu. Það kom strax fram í leik liðsins sem tók strax forystuna í leiknum og leiddur 19-12 eftir fyrsta leikhluta. Liðið lék af miklum krafti og lentu Danir oftsinnis í miklum vandræðum gegn pressuvörn íslensku strákanna, sem stálu heilum 10 boltum í upphafsleikhlutanum. Góð byrjun í öðrum leikhluta kom forystunni upp í 13 stig, 25-12. Adam var þó ekki lengi í paradís og góður leikhluti heimamanna breytti stöðunni í 29-25 og 32-29 í hálfleik.

Eftir góðan sprett um miðjan þriðja leikhluta var aðeins formsatriði að klára leikinn, en á skömmum tíma breyttist staðan úr 45-39 í 62-39. Danirnir reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn, en höfðu ekki erindi sem erfiði og öruggur íslenskur sigur því í höfn, 78-51.

Gunnar Ingi var stigahæstur með 24 stig (6 stolnir), Pétur skoraði 18 stig (6 fráköst, 5 stolnir, 6 stoðsendingar), Hinrik 10 (2 stolnir), Hlynur 7 (2 fráköst, 3 stolnir), Daði Lár 4 (3 stolnir), Vilhjálmur Kári 4 (4 fráköst), Helgi Rúnar 3 (4 fráköst, 3 stolnir), Hilmir 3, Högni 2 (5 fráköst), Kristján 2 (7 fráköst, 2 stolnir) og Jón Axel 1. Atli Þórsson meiddist á hné í seinni leik föstudagsins og lék ekkert á laugardeginum.

Ísland - Værlöse 73-60

Leikið var við Værlöse um 5. sætið á mótinu, en Værlöse hafði einmitt unnið íslensku strákana á ótrúlegan hátt í riðlinum á föstudagskvöldinu. Leikurinn var ansi kaflaskiptur, en íslensku strákarnir komust strax í 5-0, heimamenn komust í 8-9, Íslendingar komust í 13-9 og Værlöse leiddi 13-14 eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn hélt áfram á sömu nótum fram í þriðja leikhluta, en í stöðunni 21-23 komu 11 íslensk stig í röð og leiddu íslensku strákarnir það sem eftir lifðu leiks. Staðan í hálfleik var 35-32, góður kafli í byrjun seinni hálfleiks breytti stöðunni svo í 51-37. Værlöse menn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en komust aldrei nær en 5 stig, 58-53. Lokatölur 73-60.

Pétur Rúnar var stigahæstur með 24 stig (8/12 í 2gja stiga skotum, 8 fráköst, 7 stolnir, 3 stoðsendingar, 2 varin skot), Gunnar Ingi skoraði 22 stig (3 fráköst, 5 stoðsendingar), Hilmir 11 (4 fráköst), Vilhjálmur 7 stig (8 fráköst), Hlynur 3 (3 fráköst, 4 stolnir), Atli 2, Helgi 2 (5 fráköst, 2 stoðsendingar), Hinrik 1, Kristján 1 (6 fráköst). Daði Lár lék ekki lokaleikinn vegna meiðsla.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Unglingalandslið Íslands sem tók þátt í Evrópukeppninni í Antalya í Tyrklandi árið 1976. Frá vinstri: Steinn Sveinsson, fararstjóri, Örn Þórisson, Fram, Birgir Thorlacius, Fram, Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, Ómar Þráinsson, Fram, Þórir Einarsson, Fram, Pétur Guðmundsson, Val, Þorvaldur Geirsson, Fram, Óskar Baldursson, Breiðabliki, Erlendur Markússon, ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson, Val, Sigurjón Ingvarsson, Fram og Gunnar Gunnarsson, þjálfari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið