S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
19.6.2011 | 15:35 | fararstjóri
U15kv: Ísland - Danmörk 61-47
Íslenska liðið spilaði maður á mann vörn og lagði sérstaka áherslu á að pressa stíft eftir skoraða körfu. Þetta gekk vel tókum við fljótlega frumkvæðið í leiknum. Danir komust reyndar 2-6 yfir, en segja má að við höfum átt restina af leikhlutanum, sem endaði 9-21. Í öðrum leikhluta kom kafli þar sem íslenska liðið flýtti sér of mikið í sókn og gaf Dönum tækifæri að komast betur inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 28-23. Þriðji leikhluti var mjög jafn og að honum loknum var staðan 40-34. Í fjórða leikhluta sýndi íslenska liðið mikinn styrk, reynslunni ríkari eftir að hafa misst niður forystu í 2 leikjum. Góð maður á mann vörn hleypti Dönum ekki nálægt körfunni og stelpurnar voru líka duglegar að vinna frákastbaráttuna undir eigin körfu. Í sókn náðum við í fyrsta skipti í mótinu að spila stóru mennina fría og skoruðum þannig góðar körfur inni í teig, auk þess að ná sóknarfráköstum. Danir náðu aldrei að ógna okkur í lokin og unnum við því frábæran sigur 61-47. Þess má geta að talsverð spenna var í lok leiksins þar sem að með 15 stiga sigri gætum við hugsanlega náð 3.sæti í mótinu. Úrslit í öðrum leik voru okkur þó óhagstæð og því reyndist stigamunurinn ekki skipta máli. Það er óhætt að segja þessi leikur hafi ásamt Hollandsleiknum verið það besta sem við sýndum í mótinu. Allir leikmenn hópsins spiluðu mikilvægar mínútur og tóku þátt í að skapa þennan góða sigur. Stigin voru svona: Sara 24, Elsa 8, Guðlaug 7, Sandra 6, Bríet 4, Margrét 2, Nína 2, Helena 2, Ingibjörg 2 og Andrea 2. Eva og Júlía skoruðu ekki. Mótið var mjög jafnt og unnust fáir stórir sigrar. Til marks um jafnræði liðanna má geta þess að Englendingar unnu sinn fyrsta leik í dag eftir frábæran lokakafla gegn toppliði Hollands. Lokastaðan var svona: (sigrar og töp í sviga) 1 Holland (4-1) 2 Berlín (3-2) 3 Hjemly (3-2) 4 Ísland (2-3) 5 Danmörk (2-3) 6 England (1-4) Í lok mótsins voru Sandra Lind Þrastardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir valdar í 5 mann úrvalslið mótsins. Til hamingju stelpur ! |