© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.5.2011 | 9:30 | Kristinn | KKÍ
Kolbeinn Pálsson · Heiðurskrosshafi KKÍ


Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ:

„Í fimmtíu ára sögu KKÍ hafa eingöngu þrír einstaklingar fengið afhentan heiðurskross KKí. Nú er komið að því að afhenda fjórða heiðurskross KKÍ.

Sá aðili semk hlýtur heiðurkrossinn hér í kvöld hefur verið leikmaður, þjálfari stjórnarmaður, formaður, pabbi og afi nokkurra leikmanna og síðast en ekki síst er hann ansi góður „palla“ dómari að eigins sögn og hans nánustu vinum.
Samkvæmt einróma samþykkt stjórnar KKÍ er fjórði heiðurskrosshafi sambandsins Kolbeinn Pálsson.

Kolbeinn byrjaði ungur að iðka íþróttir og var hann gjaldgengur í þeim mörgum m.a. skautahlaupi, fótbolta, handbolta, frjálsum íþróttum ogf svo auðvitað körfubolta.
Hann var valinn í unglingalandslið bæði í handbolta og körfubolta.

Fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn vann Kolbeinn á stofnári KKÍ árið 1961 þegar KR varð Íslandsmeistari í 3. flokki sem þá hét enn sá titill er einnig einn af fyrstu titlum KR í körfuboltanum.

Kolbeinn vakti strax mikla athygli fyrir hinn mikla hraða sinn og grimman varnarleik og ekki skemmdi óbilandi keppnisskapið.

Hann lék sína fyrstu landsleiki 1965 og er væntanlega fyrsti nýliði í landsliði í hvaða íþrótt sem það er nú, sem var jafnframt skipaður fyrirliði. Hann lék síðan alla landsleiki sem leiknir voru fram til ársins 1976.

Eitt af því sem stendur uppúr frá landsliðsferli Kolbeins er þegar hann stóð á vítalínunni úti í Danmörku í leik um bronsið við heimamenn á Norðurlandamótinu. Hann átti 2 skot, leiktíminn var búinn og Danir 1 stigi yfir. Kolbeinn brást ekki á ögurstundu, hitti úr báðum og Ísland vann bronsið. Ekki skemmdi fyrir að leiknum var sjónvarpað beint um alla Danmörku.

Síðar sama ár sýndi hann stjörnuleik í Laugardalshöllinni þegar KR lék við sjálfa Evrópumeistarana Simmenthal frá Milano. Þetta ásamt mörgu öðru átti sinn þátt í að Kolbeinn var fyrstur (og sá eini) körfuknattleiksmanna til að verða valinn Íþróttamaður ársins en það var árið 1966 og var hann svo sannarlega vel að því kominn.

Hann lék ávallt með KR og sína síðustu leiki lék hann veturinn 1978-1979 ásamt vinum sínum Einari Bollasyni og Gunnar Gunnarsson var þjálfari ! Þennan vetur vann KR tvöfalt það er bæði bikar og Íslandsmót.



Kolbeinn vann mikið með börnum og unglingum starfaði m.a sem framkvæmdastjóri Tónabæjar, starfaði í æskulýðsráðu Reykjavíkur (núna ÍTR), var varaborgarfulltrúi í nokkur ár, eitt af baráttumálum Kolbeins var meðal annars að íþróttafélög fengju betri aðgang að íþróttamannvirkjum Reykjavíkur.
Kolbeinn var formaður KKÍ 1988-1996 og hefur verið ötull talsmaður körfuboltans, ávallt verið boðinn og búinn að koma að starfi KKÍ sem m.a. sést í því að hann tók að sér formennsku í afmælisnefnd nú tilefni af 50 ára afmælis KKÍ.

Það er með miklu þakklæti og virðingu fyrir óeigingjarf starf Kolbeins Pálssonar fyrir íslenskan körfubolta sem ég afhendi honum heiðurskross KKÍ."
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 24. febrúar 2001. Frá vinstri Guðmundur Árnason; Ingi Þorsteinsson og óþekktur veislugestur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið