S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
24.3.2011 | 17:00 | Kristinn | KKÍ
Allir að fylgjast með körfubolta: Nýtt met hjá MBT
![]() Það er litháenska fyrirtækið MBT sem smíðaði og rekur töflræðikerfið og einnig mótaforrit KKÍ. Það hefur verið einróma ánægja með kerfið hingað til og allir sammála um kosti þess. Í gær var stór dagur á núverandi tímabili þegar fjórir oddaleikir fóru fram í úrslitakeppnunum í Iceland Express-deild karla og í 1. deild karla. Eftir leiki dagsins höfðu forsvarsmenn MBT samband við skrifstofu KKÍ og spurðu hreinlega hvað væri í gangi á Íslandi? Öll met voru slegin í gær og voru um 1.400 manns samtímis í einu að fylgjast með leikjum kvöldsins þegar mest var. Þetta er það mesta sem þeir hafa séð á Íslandi og sláum við til að mynda Baltic-deildinni við með flesta notendur á sama tíma. Gamla metið á Íslandi var um 750 manns samtímis. Sannarlega skemmtilegar fréttir og kostir kerfisins að sanna sig að nýju. |