© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.2.2011 | 14:50 | Kristinn | FIBA
FIBA Europe: Bestu ungu leikmenn 2010


FIBA Europe tilkynnti á föstudag hvaða leikmenn urðu fyrir valinu sem "Bestu ungu leikmenn" ársins 2010.

Jan Vesely frá Tékklandi varð hlutskarpastur að þessu sinni í kjöri almennings og valnefndar hjá körlum og Nika Baric frá Slóveníu í hjá konum.

Í flokki karla var það Ricky Rubio, sem hefur hlotið heiðurinn í þrígang, sem varð annar að þessu sinni og Jonas Valanciunas, frá Litháen, varð þriðji. Leikmenn fæddir 1990 eða síðar voru hlutgengnir í valinu.

Hinn fjölhæfi 2.10 cm hái framherji Jan Vesely, sem sumir vilja líkja við hinn magnaða Toni Kukoc, er leikmaður stórliðsins Partizan Belgrad og fór með liði sínu í undanúrslit í Euroleague þar sem hann var með að meðaltali 8.4 stig og 3.5 fráköst í leik. Hann lék einnig með landsliði Tékklands í A-deild Evrópukeppninar þar sem hann var með 11 stig og 5.5 fráköst að meðaltali en Tékkar verða á EM í Litháen í haust.




Besti ungi leikmaður kvenna er íslandsvinurinn Nika Baric, en hún kom með landsliði Slóveníu til Íslands, haustið 2008, þegar Slóvenía og Ísland léku saman í riðli í B-deild keppninnar það árið. Nika hlaut yfirburða kosningu í kjörinu að þessu sinni.

Nika er 1.69 cm hár bakvörður sem var lykilmaður í U18-ára landsliði sínu sem sló í gegn á lokamótinu síðastliðið sumar þar sem Slóvenía komst í undanúrslit mótsins og hún var útnefnd MVP-leikmaður mótsins, þökk sé hraða og skothæfni hennar. Nika var með 23.3 stig og 5.9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún leikur með ZKK Merkur Celje í heimalandinu og var aðeins 13 ára þegar hún lék fyrst fyrir U16-ára lið Slóveníu.

Í þessari viku verður svo tilkynnt hverjir verða svo valin leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Maria Conlon reynir hér að fara framhjá Kristrúnu Sigurjónsdóttur í fyrsta leik Hauka og ÍS í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið