© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.3.2002 | 21:12 | ÓÓJ
KR-ingar urðu þrefaldir bikarmeistarar um helgina
KR-ingar eignuðust þrjá bikarmeistara hjá yngri flokkum um helgina en í dag lauk seinni degi bikarúrslitanna sem öll fóru fram með viðhöfn á Ásvöllum í Hafnarfirði. Auk KR urðu fjögur önnur félög bikarmeistarar um helgina, Haukar (2), Njarðvík, Fjölnir og Keflavík. Þetta er besti árangur KR-inga í bikarúrslitunum frá upphafi en þeir unnu sigur í unglingaflokki karla á laugardaginn og í dag bættu þeir svo við bikurum í 9. flokki karla og Drengjaflokki.

Birkir Veigarsson og Darri Hilmarsson fengu báðir páskaegg í lok sigurs KR á Snæfelli, 75-30, í 9.flokki karla en þeir voru útnefndir menn leiksins. Birkir gerði 13 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en Darri hitti úr 6 af 7 skotum sínum, skoraði 12 stig, tók 14 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þetta var fjórði sigur KR í 9. flokki karla frá upphafi og eru Vesturbæingar sigursælastir frá upphafi í þessum flokki.

Magnús Pálsson leiddi Fjölnir til sigurs í 11. flokki karla og var í lok leiksins valinn maður leiksins. Þetta var þriðja árið í röð sem Fjölnisstrákarnir vinna bikarinn í þessum árgangi, 2000 unnu þeir Grindavík í 9. flokki karla 61-42, í fyrra unnu þeir 10. flokk karla með, 69-66 sigri á Keflavík undir merkjum Vals/Fjölnis og í dag unnu þeir Snæfell, 57-49, í úrslialeik 11. flokks karla. Magnús skoraði 30 stig, tók 15 fráköst og stal 6 boltum í leiknum í dag og er með 23,0 stig, 17,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum þremur úrslitaleikjum.

Jóel Ingi Sæmundsson var hetja KR í drengjaflokki þegar að hann kórónaði góðan leik sinn með því að skora sigurkörfuna gegn Njarðvík 0,8 sekúndum fyrir leikslok en KR vann upp sjö stiga forustu Njarðvíkur í hálfleik, 26-33 og vann 62-60 sigur í æsispennandi og skemmtilegum úrslitaleik. Jóel skoraði alls 19 stig í leiknum og hitti úr 7 af 11 skotum sínum, tróð meðal annars eftiminnilega í fyrri hálfleik og var í leikslok valinn maður leiksins.

María Anna Guðmundsdóttir var valinn maður leiksins í Unglingaflokki kvenna en Keflavík vann flokkinn þriðja árið í röð og hefur María Anna verið með í öll þrjú skiptin. Keflavík hefur unnið 14 bikarmeistaratitla í þessum flokki og alls 20 í kvennaflokki. Keflavík vann Grindavík í úrslitaleik í dag 51-36 en 2000 unnu Keflavíkurstúlkur lið Grindavikur, 46-33 og í fyrra vann Keflavík lið ÍR/Breiðabliks í úrslitaleik, 44-40. María Anna skoraði 13 stig, tók 6 fráköst og stal 5 boltum í leiknum auk þess að skora þrjár þriggja stiga körfur.

Á laugardaginn urðu Haukar tvöfaldir meistarar í 9. flokki kvenna og í 10. flokki kvenna en þá fögnuðu einnig Njarðvíkingar sigri í 10. flokki karla og KR-ingar unnu Unglingaflokk karla.

Bikarmeistarar KKÍ 2002:
Unglingaflokkur karla: KR
Drengjaflokkur: KR
11. flokkur karla: Fjölnir
10. flokkur karla: Njarðvík
9. flokkur karla: KR
Unglingaflokkur kvenna: Keflavík
10. flokkur kvenna: Haukar
9. flokkur kvenna: Haukar

Það má finna allt um sögu bikarúrslitanna hér og hafa úrslit helgarinnar verið uppfærð þar.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sverrir Hjörleifsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, tekur hér við sigurlaununum frá Iceland Express. Sverrir er faðir Guðbjargar, sem varð Íslandsmeistari með Haukum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið