© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.1.2011 | 14:00 | Kristinn | Landslið
Myndbrot: Pálmar gegn Noregi
Við höldum áfram með flokkinn „Frægar Flautukörfur" hér á kki.is en um er að ræða eftirminnilegar flautukörfur í íslenskri körfuboltasögu.

Önnur karfan sem við setjum inn er hin magnaða sigurkarfa sem Pálmar Sigurðsson skoraði í Laugardalshöllinni gegn landsliði Noregs í apríl í C-riðli Evrópukeppninnar en sigurinn tryggði Íslandi sæti í B-riðli í fyrsta skipti.

Myndbrot: Flautukarfa Pálmars gegn Noregi

Fimm lið léku með Íslandi í riðlinum, Portúgalir, Skotar, Írar og Norðmenn. Fyrir leikinn voru Norðmenn með þrjá sigra en Ísland tvo, hafði tapað gegn Portúgal. Íslendingar urðu efstir í riðlinum með betri stöðu innbyrðist gegn Norðmönnum.

Torfi Magnússon hafði jafnað leikinn með tveimur vítaskotum þegar 23 sekúndur voru eftir og Norðmenn héldu í sókn. Torfi náði að slá til boltans sem barst til Pálmars sem brunaði fram völlinn, smeygði sér fram hjá tveim Norðmönnum í vörninni og náði skoti þegar ein sekúnda var eftir og smellti niður þristi af löngu færi.

Pálmar sagði í bókinni „Leikni framar líkamsburðum" sem kom út á 40 ára afmæli KKÍ; „Ég hélt að ég myndi tryllast þegar ég sá að boltinn fór beint niður í síðasta skotinu. Þetta var alveg stórkostlegt" sagði Pálmar á eftir.„Færið sem ég var í var ekki neitt sérstaklega þröngt. Maðurinn hefur verið svona einn meter fyrir framan mig þegar ég stökk upp. Ég fann strax að ég var í góðu jafnvægi og tilfinningin sem fór í gegnum mig þegar ég sá að boltinn fór beint niður er ólýsanlegt."

Fyrri flautukörfur:
Jakob Örn gegn Georgíu.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Einari Bollasyni veittur heiðurskross KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið