© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.10.2010 | 14:40 | Kristinn | Mótahald
Leiðtogar tölfræðiþátta í Iceland Express-deild kvenna
Mynd: Sævar Logi Ólafsson · karfan.is
Í gær lauk þriðju umferð Iceland Express-deildar kvenna og hægt er að skoða stöðu tölfræðiþátta eftir fyrstu þrjár umferðirnar á tölfræðivef KKÍ.

Stigaskor:
Jaleesa Butler hjá Hamar hefur skorað mest að meðaltali eða 27.7 stig í leik. Næstar eru Jacquline Adamshick hjá Keflavík sem er með 25.7 og hin lettneska Dita Liepkalne í Njarðvík sem hefur skorað 22.0 stig að meðaltali.

Stoðsendingar:
Shayla Fields, Njarðvík leiðir í flestum gefnum stoðsendingum með 6.0 í leik en næst henni er Slavica Dimovska hjá Hamar með 5.0. Hildur Sigurðardóttir er þriðja með 4.3 í leik að meðaltali.

Fráköst:
Jacquline Adamshick, Keflavík, hefur tekið 17.3 fráköst að meðaltali það sem af er og Jaleesa Butler, Hamar hefur tekið 16.3 Inga Muciniece hjá Snæfelli hefur tekið 12.3 að meðaltali.

Framlag:
Framlagsjafna er notuð til að mæla framlag hvers leikmanns, en inn í hana eru teknir allir þættir svo sem hlutfall tekinna skota og þeim sem leikmenn hafa hitt, hversu oft bolta var náð og bolta tapað, fráköst og svo framvegis.

Jaleesa Butler leiðir í flestum framlagsstigum í Iceland Express-deild kvenna með 39.0 stig í leik. Jacquline Adamshick, Keflavík, er með 36.3 framlagstig í leik og Dita Liepkalne, Njarðvík, er með 29.67 að meðaltali í framlag.

Þrír íslenskir leikmenn eru á topp 10 yfir flest framlagstig í leik en þær eru allar liðsfélagar í Keflavík, Pálína Gunnlaugsdóttir (23.7) í 5. sæti, Bryndís Guðmundsóttir í 8. sæti (20.7) og Birna Valgarðdóttir (19.7) í 10. sæti.

Hægt er að skoða enn ítarlegri tölfræði og fleiri tölfræðiþætti á mótayfirliti KKÍ á slóðinni kki.is/motayfirlit
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Maria Conlon reynir hér að fara framhjá Kristrúnu Sigurjónsdóttur í fyrsta leik Hauka og ÍS í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið