© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.9.2010 | 8:00 | Stefán
Að loknu heimsmeistaramóti
Einu best heppnaða heimsmeistarmóti í körfuknattleik karla lauk nú á sunnudaginn með sigri Bandaríkjamanna.

Alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA og mótshaldararnir frá Tyrklandi eiga hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu og umgjörð á þessu móti og má segja að körfuboltinn á heimsvísu hafi tekið enn eitt skref uppá við með þessu glæsilega móti.

Körfuknattleikur er ein vinsælasta og útbreiddasta íþróttagrein í heimi en 213 þjóðir eru aðilar að FIBA. Þrátt fyrir að Ísland hafi ekki átt lið í mótinu sjálfu þá áttum við Íslendingar fulltrúa á HM frá upphafi móts til loka þess.

Samhliða HM fóru fram körfuboltabúðirnar "Children of the World" þar sem Ísland átti þrjá fulltrúa.
Högni Fjalarsson úr KR og Bríet Hinriksdóttir úr Keflavík fóru sem leikmenn og Örvar Kristjánsson úr Njarðvík sem þjálfari. Búðirnar voru stórskemmtilegar og glæsilegar en m.a. fengu íslensku krakkarnir að taka þátt í setningarathöfn HM sem sýnd var beint í sjónvarpi til hátt í 200 landa.

Heimsþing FIBA fór fram á meðan HM stóð og sótti undirritaður það ásamt Friðriki Inga Rúnarssyni, framkvæmdastjóra KKÍ, fyrir hönd Íslands en 173 þjóðir áttu fulltrúa á þinginu. Margar góðar og gagnlegar umræður voru um störf FIBA og þróun körfuknattleiks og ljóst að körfknattleikur hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta íþróttin í heimi.

Ný stjórn FIBA tók við á þinginu og núna eigum við Íslendingar fulltrúa í stjórn eins öflugasta íþróttasambands í heiminum því Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe tók sæti í stjórn FIBA. Ólafur var viðstaddur mótið fram yfir mótslok.

Brynjar Karl Sigurðsson var viðstaddur hluta af mótinu en hann var þarna í boði FIBA þar sem fyrirtæki hans Sideline og FIBA eru í góðu samstarfi

Rúmlega 400.000 manns sóttu alla þá 80 leiki sem fram fóru á mótinu og talið er að um 1 milljarður manna hafi horft á leikina í sjónvarpi og yfir 30 milljónir heimsókna var á vef FIBA fiba.com.
Sýnt var frá HM beint til hátt í 200 landa en því miður var Ísland eitt af fáum löndum í heiminum sem ekki gat séð þess miklu körfuknattleiksveislu í sjónvarpi. Það má því segja að það sé vanvirðing við þann mikla fjölda körfuknattleiksáhugamanna í landinu að íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa ekki sinnt þessum heimsviðburði eins og hægt hefði verið.

Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt beint frá HM í íslensku sjónvarpi þá hefur umfjöllun um HM í körfuknattleik aldrei verið meiri hér á landi sem er jákvætt. Morgunblaðið, mbl.is, visir.is, karfan.is, fusijama.tv og útvarpsþátturinn „mín skoðun“ fjölluðu vel og ítarlega um mótið sem og fjallað var um mótið í íþróttafréttatímum sjónvarpsstöðvanna . Einnig voru mjög margir sem horfðu á leikina á netinu m.a. í gegnun fibatv.com.

Ljóst er á öllum þeim ábendinum sem KKÍ hefur fengið á meðan HM stóð að áhugamenn um körfubolta vilja sjá stórmót eins og HM og EM í íslensku sjónvarpi. Það er einlæg von mín að úr þessu verði bætt í næstu stórmótum.

Hannes S.Jónson
Formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helgi Rafnsson miðherji Njarðvíkur skorar yfir Sturla Örlygsson leikmann Njarðvíkur haustið 1989.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið