© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.9.2010 | 20:58 | Kristinn | FIBA
HM: Bandaríkin heimsmeistari í fjórða skipti
Mynd: FIBA.com
Úrslitaleikur HM fór fram í Istanbúl fyrr í kvöld.

Bandaríkin náðu undirtökunum í lok fyrsta leikhlutans þegar Durant varði sniðskot Tyrkja í hraðaupphlaupi og Bandaríkin náðu að skora þriggjastigakörfu í næstu sókn. Staðan 17:22 fyrir Bandaríkin eftir fyrstu 10 mínútur leiksins.

Bandaríska liðið sýndi frábæra varnartakta sem héldu Tyrkjum frá sínum eðlilega leik og staðan var 32:42 á hálfleik.

Í upphafi síðarhálfleiks komu leikmenn bandaríska liðsins rétt stemmdir til leiks og byrjuðu með látum, Kevin Durant setti niður tvo þrista strax í upphafi seinni hálfleiks á meðan Tyrkir voru í vandræðum í sóknarleiknum og að skora. og náðu 18 stiga forskoti. Staðan var 48:61 eftir þrjá leikhluta.

Í fjórða leikhluta var aldrei spurning hver myndi fara með sigur af hólmi en Bandarískaliðið lék á alls oddi og sýndu frábær tilþrif á öllum sviðum leiksins. Lokatölur 64:81 og Bandaríkin Heimsmeistarar 2010, í fyrsta sinn í 16 ár. Durant var með 28 stig, Lamar Odon með 15 stig og 11 fráköst.

Mike Krzyzewski bætti enn einni rós í hnappagatið en hann er núverandi Ólympíumeistari, Heimsmeistari og lið hans Duke eru NCAA meistarar í háskólaboltanum. Bandaríkin tóku þar með forskot í fjölda heimsmeistaratitla að auki en Bandaríkin hafa unnið 4 titla og eru á undan hinum sálugu Sovétríkjum og fyrrum Júgóslavíu.

Úrvalslið HM 2010 er eftirfarandi
Hedo Turkoglo · Tyrklandi
Kevin Durant · Bandaríkjunum
Linas Kleiza · Litháen
Luis Scola · Argentínu
Mios Teodosic · Serbíu

Verðmætasti leikmaðurinn eða MVP var kjörin Kevin Durant en hann var með 28 stig í úrslitaleiknum og hefur leikið frábærlega í keppninni.

Leiðtogar tölfræðiþátta
Stigahæsti leikmaðurinn var hinn Argentínski Luis Scola með 27.1 stig að meðaltali í leik. Jianlian Yi leiddi í flestum fráköstum með 10.1 í leik og Pablo Prigiani var með 6.4 stoðsendingar í leik.

Litháen sigraði Serbíu í leiknum um þriðja sætið 99:88 fyrr í dag og Argentína sigraði Spán í leiknum um 5. sætðið.

Lokastaðan varð því þannig:
1. Bandaríkin (sæti á ÓL 2012 í London)
2. Tyrkland
3. Litháen
4. Serbía
5. Argentína
6. Spánn
7. Rússland
8. Slóvenía
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið