© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.9.2010 | 20:58 | Kristinn | FIBA
HM: Bandaríkin heimsmeistari í fjórða skipti
Mynd: FIBA.com
Úrslitaleikur HM fór fram í Istanbúl fyrr í kvöld.

Bandaríkin náðu undirtökunum í lok fyrsta leikhlutans þegar Durant varði sniðskot Tyrkja í hraðaupphlaupi og Bandaríkin náðu að skora þriggjastigakörfu í næstu sókn. Staðan 17:22 fyrir Bandaríkin eftir fyrstu 10 mínútur leiksins.

Bandaríska liðið sýndi frábæra varnartakta sem héldu Tyrkjum frá sínum eðlilega leik og staðan var 32:42 á hálfleik.

Í upphafi síðarhálfleiks komu leikmenn bandaríska liðsins rétt stemmdir til leiks og byrjuðu með látum, Kevin Durant setti niður tvo þrista strax í upphafi seinni hálfleiks á meðan Tyrkir voru í vandræðum í sóknarleiknum og að skora. og náðu 18 stiga forskoti. Staðan var 48:61 eftir þrjá leikhluta.

Í fjórða leikhluta var aldrei spurning hver myndi fara með sigur af hólmi en Bandarískaliðið lék á alls oddi og sýndu frábær tilþrif á öllum sviðum leiksins. Lokatölur 64:81 og Bandaríkin Heimsmeistarar 2010, í fyrsta sinn í 16 ár. Durant var með 28 stig, Lamar Odon með 15 stig og 11 fráköst.

Mike Krzyzewski bætti enn einni rós í hnappagatið en hann er núverandi Ólympíumeistari, Heimsmeistari og lið hans Duke eru NCAA meistarar í háskólaboltanum. Bandaríkin tóku þar með forskot í fjölda heimsmeistaratitla að auki en Bandaríkin hafa unnið 4 titla og eru á undan hinum sálugu Sovétríkjum og fyrrum Júgóslavíu.

Úrvalslið HM 2010 er eftirfarandi
Hedo Turkoglo · Tyrklandi
Kevin Durant · Bandaríkjunum
Linas Kleiza · Litháen
Luis Scola · Argentínu
Mios Teodosic · Serbíu

Verðmætasti leikmaðurinn eða MVP var kjörin Kevin Durant en hann var með 28 stig í úrslitaleiknum og hefur leikið frábærlega í keppninni.

Leiðtogar tölfræðiþátta
Stigahæsti leikmaðurinn var hinn Argentínski Luis Scola með 27.1 stig að meðaltali í leik. Jianlian Yi leiddi í flestum fráköstum með 10.1 í leik og Pablo Prigiani var með 6.4 stoðsendingar í leik.

Litháen sigraði Serbíu í leiknum um þriðja sætið 99:88 fyrr í dag og Argentína sigraði Spán í leiknum um 5. sætðið.

Lokastaðan varð því þannig:
1. Bandaríkin (sæti á ÓL 2012 í London)
2. Tyrkland
3. Litháen
4. Serbía
5. Argentína
6. Spánn
7. Rússland
8. Slóvenía
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Matthíasson,leikmaður KFR, á fullri ferð með knöttinn að Hálogalandi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið