© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.9.2010 | 12:05 | Kristinn | FIBA
HM: 8-liða úrslitin klárast í dag
Bandaríkin · Rússland
Fyrri viðureign dagsins er stórleikur Bandaríkjanna og Rússlands. Þessi tvö körfubolta stórveldi hafa marga hildina háð í gegnum tíðina, þá áður þegar Sovétríkin sálugu voru til. Báðar þessar þjóðir hafa sigrað þrisvar sinnum á HM í sögunni og hafa mikla körfuboltasögu.

Einn sögulegasti leikur þessara liða var án efa úrslitaleikur Ólympíuleikanna 1972 þar sem ótrúlega umdeilt atvik átti sér stað í lok leiksins. Í stuttu máli varð uppi reikistefna um hvort Sovétríkin hefðu beðið um leikhlé eftir að Bandaríkin komust yfir eftir tvö vítaskot. Síðustu þrjár sekúndurnar voru leiknar í tvígang og í síðara skiptið náðu Sovétríkin að skora og tryggja sér sigur á ótrúlegan hátt. Áður hafði leikurinn verið flautaður af og Bandaríska liðið fagnað sigri.

Það varð til þess að reglur voru endurskoðaðar til að koma í veg fyrir svipuð atvik. Bandaríska liðið mætti ekki á veðrlaunaafhendingu leikanna og enginn leikmaður hefur tekið við silfurverðlaunapeningum sínum fyrir annað sætið enn þann dag í dag. Hægt er að skoða málið nánar og lesa ýtarlega lýsingu á vef Wikipedia og sjá myndskeið af atvikinu með viðtölum á Youtube.

Argentína · Litháen
Síðari leikur dagsins eru annar stórleikur körfuknattleiksþjóða en Argentínumenn mæta hinu taplausa og endurnýjaða liði Litháa kl. 18.00. Litháar sem munu leika á heimavelli að ári á EM hafa komið á óvart og eiga möguleika á að fara í undanúrslit. Þeir þurfa fyrst að finna leið til að stöðva þá Luis Scola og Carlos Delfino sem hafa verið óstöðvandi.

Hægt er að horfa á leikina á FIBA TV og einnig eru þeir sýndir á ýmsum Sport Börum hér á landi en því miður er Ísland eina landið í Evrópu sem sýnir ekki frá HM í Körfubolta.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
David Robinson, “Aðmírállinn”, með eintak af tímaritinu “Karfan” í Phoenix í Bandaríkjunum árið 1995 – en mynd er af honum á forsíðunni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið