© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.8.2010 | 5:30 | Kristinn
Keilir: Þjálfarabúðir 23.-25. september
Keilir kynnir 3ja daga opnar Þjálfarabúðir fyrir alla metnaðarfulla þjálfara. Áherslur Þjálfarabúðanna eru fyrst og fremst á styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna og næringu íþróttamanna. Leiðbeinendur verða þrír og koma allir frá Bandaríkjunum. Allir eiga það sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði og fá hæstu einkunn frá Helga Jónasi Guðfinnssyni sem kemur að skipulaginu á Þjálfarabúðunum og vali á leiðbeinendum. Hér gefst því íslenskum þjálfurum einstakt tækifæri til að fá nýjustu fræðin og reynslusögurnar beint í æð.

Leiðbeinendurnir þrír eru hinn eini sanni Michael Boyle, Dr. Chris Mohr og Dave Jack.

Mike þarf vart að kynna fyrir neinum styrktarþjálfara, íþróttaþjálfara eða sjúkraþjálfara en hann er einn fremsti sérfræðingur heimsins á sviði styrktar- og ástandsþjálfunar, frammistöðuþjálfunar og almennrar þrekþjálfunar. Þekktastur er hann fyrir þjálfun á íþróttamönnum og hann hefur annast styrktarþjálfun heimsklassa afreksmanna úr flestum íþróttagreinum. Mike gaf nýverið út bókina Advances of Functional Training (Kostir starfrænnar þjálfunar) og mun erindið hans fjalla um Functional Training.

Dave og Chris hafa einnig unnið með fjölda íþróttamanna, Dave á sviði styrktarþjálfunar en Chris er næringarfræðingur og báðir vinna þeir með íþróttaliðum í fremsta flokki. Þetta eru því einvala gaurar sem Helgi hefur valið enda sjálfur einn fremsti styrktarþjálfari landsins!

Skráning er í fullum gangi á namskeid@keilir.net og lýkur 10. september eða á meðan pláss leyfir.

Verð á þessum 3ja daga Þjálfarabúðum er aðeins kr. 64.900 og er allur matur innifalinn í verði. Þess má geta að dagsnámskeið með Mike Boyle kostar heilar $1.500 í Bandaríkjunum eða 190.000 krónur!

Allar nánari upplýsingar um Þjálfarabúðirnar finnurðu hérna.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá forkeppni Evrópumóts landsliða í Lugano í Sviss árið 1995.  Herbert Arnarson í leik gegn Kýpur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið