© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.8.2010 | 11:00 | Kristinn | FIBA
Children of the World
Frá vinstri: Högni, Örvar og Bríet
Samhliða HM sem hefst eftir þrjá daga hafa körfuboltabúðirnar "Children of the World" farið fram í Tyrklandi þar sem Ísland á þrjá fulltrúa. Búðirnar eru á vegum FIBA og tyrkneska körfuknattleikssambandins.

Högni Fjalarsson úr KR og Bríet Hinriksdóttir úr Keflavík fóru sem leikmenn og Örvar Kristjánsson Njarðvík sem þjálfari. Búðirnar eru stórskemmtilegar og glæsilegar og flottir þjálfarar sem stýra æfingum.

Auk æfinga og fyrirlestra er mikið annað um að vera eins og skoðunarferðir og aðrir viðburðir sem krakkarnir taka þátt í. Framundan er svo opnunarhátíð HM í kvöld og fyrstu leikirnir í keppninni sem krakkarnir munu fara á næstu daga.

Allt hefur gengið eins og í sögu, aðstaða og fæði til fyrirmyndar en afar heitt, í morgun var 32° C hiti kl. 11:30 þannig að passað er upp á að allir drekki vel og beri á sig sólarvörn.

Um 50-60 fréttamenn eru á svæðinu og fór Högni í viðtal hjá tyrkneskri sjónvarpsstöð í gær og stóð sig með prýði.

Alls taka krakkar frá 112 löndum þátt í búðunum. Öll deila þau herbergi með þremur öðrum þátttakendum og að sögn Örvars fá þau heilmikið út úr ferðinni annað en körfuboltan þar sem þau kynnast og hafa samskipti við krakka allstaðar frá í heiminum.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ á myndbandsupptökuvélinni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið