S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
2.8.2010 | 10:30 | FÍR
Aðsóknarmet : 13.000 á úrslitaleik í U-18 karla
Mikið aðsókn hefur verið á leikina og svo fór að allt fór úr á hvolf í Litháen um helgina þegar ljóst var að heimamenn höfðu unnið Serbíu í undanúrslitum og myndu mæta Rússum í úrslitaleik. Í gærmorgun safnaðist saman mikill hópur manna fyrir utan Siemens höllina í Vilnius, höfuðborg Litháen til að verða sér út um miða. Miðar seldust upp og þurftu margir frá að hverfa. Samtals voru um 13.000 áhorfendur á leik Litháen og Rússlands sem er nýtt aðsóknarmet á leik í keppni yngri landsliða. Það kemur kannski engum á óvart að það voru heimamenn sem fóru með sigur af hólmi. Lokatölur voru 90:61 Það var svo Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe sem afhenti fyrirliða Litháen bikarinn að lokum við gríðarleg fagnaðarlæti heimamanna í stúkunni. Hægt er að lesa meira um mótið hér Þess má svo til gamans geta að Eurobasket karla 2011 sem er úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða, fer fram í Litháen í september 2011. Miðað við atganginn um helgina væri sjálfsagt hægt að selja alla miða á keppnina strax í dag. |