© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.6.2010 | 16:41 | FÍR
Umfjöllun: Ísland - England
Mikil spenna var í strákunum þegar þeir mættu Englendingum í úrslitaleik Copenhagen Invitational sem fram fór í Farum í Danmörku.

Glæsilega var staðið að mótinu og var dómgæslan til fyrirmyndar á mótinu.

Oddur Rúnar Kristjánsson sá um stigaskorið fyrir Íslendinga í byrjun sem lentu undir strax í byrjun og voru allan leikinn að elta þá ensku.

Staðan eftir fyrsta leikhluta 14-20 og enska liðið að hitta mjög vel á móti svæðisvörn íslensku strákanna. Í öðrum leikhluta juku þeir ensku muninn en maður á mann vörn Íslands var engan veginn að virka.

Kingsley 210 cm hái miðherji enska liðsins var íslenska liðinu mjög erfiður en hann varði hátt í 20 skot frá öllum sjónarhornum. Fyrirliði enska liðsins fór fyrir þeim í stigaskori og var að hitta mjög vel hann, Kingsley og Isaacs voru gríðarlega góð þrenna hjá þeim og spiluðu gríðarlega vel. Fyrirliðinn setti þrist á lokasekúndu fyrri hálfleik og toppaði besta hálfleik liðsins á mótinu, staðan 28-46.

Í þriðja leikhluta skoruðu Englendingar úr fyrstu sókninni, en þá kom íslenska liðið sem hafði leikið undir getu í fyrri hálfleik og kveiktu í öllu, strákarnir fóru í 3-2 svæðisvörn sem englendingar áttu í vandræðum með og var færsla strákanna til fyrirmyndar.

Stigaskorið dreifðist vel á þessum tíma en Dagur og Oddur voru magnaðir að stela og trufla leikmenn enska liðsins útá velli. Fljótlega var munurinn kominn í tíu stig 42-52. Isaacs gríðarlega sterkur leikmaður englendinga var íslenska liðinu erfiður í seinni hálfleik en hann keyrði ákveðið á körfu okkar manna og kláraði vel. Erlendur Ágúst Stefánsson setti niður tvo þrista í röð og öll stemmning hjá þeim bláu. Staðan eftir þriðja leikhluta 52-60 og allt annað lið komið á völlinn. Þrír þristar í röð frá þeim Odd, Maciej og Dag kom muninum í 65-69 og frábær karfa svo eftir gegnumbrot frá Odd kom muninum í 67-69. Fyrirliði þeirra ensku B. Mrad setti skot úr erfiðum stöðum og áfram hélt baráttan, staðan 69-75 ensku í vil. Maciej skoraði og Dagur Kár átti frábærar körfur sem kom muninum aftur í tvö stig 73-75. Títt nefndur fyrirliði ensku setur þá þrist í bláhorninu og munurinn orðinn fimm stig. Baráttan í lokin var þeirra ensku þegar að Kingsley varði í tvígang gegnumbrot íslenska liðsins. Lokatölur eftir frábæran seinni hálfleik 77-86.

Íslenska liðið getur vel við unað á þessu móti, liðið sýndi karakter og var tækifæri þeirra á mótinu vel nýtt af öllum leikmönnum.

Maciej Baginski var valinn í úrvalsliðið og var vel af því kominn.

Liðið var skipað einugis framherjum og miðherjum en það vakti athygli að tveir bestu leikmenn enska liðsins voru ekki í liðinu. Einn skoti, tveir englendingar, einn þjóðverji og svo Maciej okkar.

Stigaskor íslenska liðsins:

Oddur Rúnar Kristjánsson 25 stig
Maciek Stanislav Baginski 15
Dagur Kár Jónsson 12
Erlendur Ágúst Stefánsson 10
Þorsteinn Eyfjörð 8
Hugi Hólm 4
Þorgeir Kristinn Blöndal 2

Aðrir leikmenn komust ekki á blað í stigaskorun.

Framundan eru æfingar í sumar hjá liðinu og undirbúningur fyrir NM sem fram fer í júní á næsta ári.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn Tindastóls þeir Ivan Jonas, Pétur Guðmundsson og Valur Ingimundarson fagna körfu Sverris Sverrissonar
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið