© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.5.2010 | 11:00 | | FIBA
Ólafur Rafnsson er nýr forseti FIBA Europe
Ólafur Rafnson nýr forseti FIBA Europe

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands var kjörinn nýr forseti FIBA Europe til næstu fjögurra ára á ársþingi sambandsins sem haldið er í Munchen í Þýskalandi.

Ólafur keppti um forsetaembættið við Turgay Demirel forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe. Ólafur hlaut glæsilega kosningu en hann fékk 32 atkvæði gegn 19 atkvæðum Demirel.

FIBA Europe er eitt af stærstu íþróttasamböndum í heiminum og er óhætt að fullyrða að þetta embætti er hið stærsta sem sem íslenskur forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar hefur gengt á erlendum vettvangi.

„Ég er þakklátur fyrir þennan góða stuðning sem ég fékk í þessu kjöri og þann heiður og það traust sem forystumenn körfuknattleikssambandanna innan Evrópu sýna mér. Enn fremur þann stuðning sem ég hef fundið fyrir á Íslandi. Ég er meðvitaður um þá miklu ábyrgð sem falin er í þessu embætti og hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru“ sagði Ólafur Rafnsson nýkjörinn forseti FIBA Europe.

„Þetta er númer eitt mikill persónulegur sigur fyrir Ólaf að hljóta jafn glæsilega kosningu og raun varð sem og er þetta að sjálfsögðu sigur fyrir körfuboltann á Íslandi og íþróttahreyfingarinnar allrar. Þetta var barátta sem við vissum að Ólafur gæti unnið því hann nýtur mikillar virðingar innan alþjóða körfuboltans og með þessum sigri Ólafs hefur verið skrifaður nýr kafli í íslenska íþróttasögu“ sagði Hannes S.Jónsson formaður KKÍ.

Hægt er að sjá frétt á vef FIBA Europe um kosninguna hérna.

Körfuknattleikssamband Íslands óskar Ólafi Rafnssyni hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega sigur.


Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá meistarakeppni KKÍ – góðgerðarleiknum – í Njarðvík í september 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið