© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.5.2010 | 9:01 | Kristinn | Yngri landslið
NM: Sigur í höfn hjá U18 karla gegn Noregi
Tveir leikir fóru fram á sama tíma hjá U18 ára liðunum núna í morgun og höfðu strákarnir góðan sigur á meðan stelpurnar töpuðu.

Loksins, loksins sást í andlitum leikmanna U18 ára karlalandsliðs Íslands sem voru að leggja Norðmenn 76-65 á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins eftir tvo sára tapleiki gegn Dönum og Svíum fyrr á mótinu. Haukur Helgi Pálsson gerði 19 stig og tók 4 fráköst í íslenska liðinu og Oddur Ólafsson var með 14 stig og 5 stolna bolta.

Það tók liðin smá tíma að nudda stýrurnar úr augunum því staðan var aðeins 2-2 eftir þriggja mínútna leik. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta og bæði lið voru svo að segja fjarverandi í sóknarleik sínum en léku þó ágæta vörn. Norðmenn leiddu 14-15 eftir fyrsta leikhluta þar sem Hjalti Valur Þorsteinsson stal boltanum á lokasekúndunum og brotið var á honum í sniðskoti, Hjalti hitti aðeins úr öðru vítinu og því leiddu Norðmenn.

Í öðrum leikhluta tóku liðin heldur betur við sér og Íslendingar voru fyrri til, pressuvörn Íslands fór að gefa nokkra bolta og jaxlinn úr Hveragerði, Oddur Ólafsson, dritaði niður þremur þristum á skömmum tíma og Ísland komst í 33-19. Norðmenn tóku þá við keflinu og söxuðu forystu Íslands jafnt og þétt niður og náðu að koma muninum niður í fjögur stig og staðan 38-34 Íslendingum í vil í hálfleik.



Oddur Ólafsson var með 11 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar í hálfleik og honum næstur var Haukur Helgi Pálsson með 10 stig og 3 fráköst.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið