© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.5.2010 | 17:45 | Kristinn | Yngri landslið
NM: Tap í fyrsta leiknum hjá U18 kvenna gegn Finnlandi
Ísland tapaði naumt 73-66 gegn Finnlandi í fyrsta leik U 18 ára kvennaliðsins á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Guðbjörg Sverrisdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir voru stigahæstu leikmenn íslenska liðsins, báðar með 15 stig. Ísland gerði heiðarlega tilraun til að komast nærri Finnum á endasprettinum en hafði ekki árangur sem erindi.

Íslenska U 18 ára kvennaliðið fékk óskabyrjun í sínum fyrsta leik er liðið mætti Finnum á NM í Svíþjóð. Ísland komst í 7-0 og þar gerði Sara Mjöll Magnúsdóttir 5 stig á skömmum tíma. Íslendingar voru mun ferskari en Finnar þrátt fyrir að íslenski hópurinn væri svotil nýlentur í Solna. Ísland komst svo í 11-2 áður en Finnar tóku leikhlé.

Eftir leikhléið virtust Finnar vaknaðir og skoruðu 7 stig í röð án þess að Ísland næði að svara og leiddu þær finnsku 18-19 að loknum fyrsta leikhluta.

Framan af öðrum leikhluta var töluvert fjör, hraði og skemmtileg tilþrif og íslenska liðið náði aftur forystunni, 27-25, með þriggja stiga körfu en Finnar völdu fín skot og nýttu færi sín vel og leiddu því 30-39 í hálfleik. Sara Mjöll Magnúsdóttir var komin með 11 stig og 2 fráköst í íslenska liðinu í hálfleik en næst henni var Árný Sif Gestsdóttir með 8 stig.

Varnir beggja liða voru fínar í upphafi síðari hálfleiks og í íslenska liðinu voru þær Heiðrún Kristmundsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir skæðar sem fremstu menn í pressu. Framan af voru Finnar með um 10 stiga forystu en íslenska liðið náði að minnka muninn í 49-45 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Svæðisvörn Íslands náði að hægja lítið eitt á Finnum en þeir áttu þó lokaorðið og náðu að rífa muninn aftur upp í 10 stig, 47-57 og þannig stóðu leikar fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Sama hvað íslenska liðið reyndi í fjórða leikhluta áttu Finnar ávallt svör, það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem Ísland fór að nálgast en þá hafði farið of mikið púður úr liðinu og lokatölur reyndust 73-66 Finnum í vil.

Þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir voru stigahæstu leikmenn íslenska liðsins, báðar með 15 stig. Árný Sif Gestsdóttir gerði 9 stig og Heiðrún Kristmundsdóttir bætti við 8 stigum.

U 18 ára kvennaliðið mætir svo Svíum á morgun kl. 14:30 að íslenskum tíma.

Myndbrot úr leiknum og viðtal við Margréti eftir leik

Myndasafn úr leiknum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sverrir Hjörleifsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, tekur hér við sigurlaununum frá Iceland Express. Sverrir er faðir Guðbjargar, sem varð Íslandsmeistari með Haukum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið