© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.4.2010 | 8:29 | Kristinn
Duke meistari 2010
Í nótt fór fram úrslitaleikur NCAA karla og þar mættust litla liðið Butler og stóra liðið Duke. Leikurinn var gríðarlega jafn og liðin skiptust á forystu og aldrei var meira en 6 stiga munur í öllum leiknum. Staðan í hálfleik 32:33 fyrir Duke.

Butler tókst frábærlega upp með að halda sig við sitt leikplan og að halda sér í leiknum og í hálfleik höfðu þeir tekið fleiri skot og tekið fleiri sóknarfráköst. Duke hafði þá aðeins skorað 3 þrista sem er eitt af þeirra helstu vopnum gegn sterkri vörn Butler.

Þegar 5 mínútur voru liðnar af seinnihálfleik skildi aðeins eitt stig liðin af en Duke tókst á lokakaflanum að hindra Butler frá því að skora í um sex mínútur. Butler náði að halda sér í leiknum með því að nýta vítin sín vel og skoraði svo tvær körfur þegar ein mínúta var eftir og minnkaði muninn í eitt stig 59:60.

Duke tókst ekki að skora og Butler átti síðustu sóknina þegar 13 sekúndur voru eftir. Þeim mistókst að skora úr stökkskoti inni í teig og Duke náði frákasti og fengu tvö víti í framhaldinu og aðeins 4 sekúndur eftir. Duke nýtti fyrra skotið og Butler átti ekki leikhlé eftir varð að sækja. Skot Butlers frá miðju fór af naumlega af hringnum og Duke sigraði með tveggja stiga mun, lokatölur 59:61.

Þar með nældi Duke sér í sinn 4. titlinn og þann fyrsta í 9 ár.

Leikmaður ársins í deildinni var valinn Evan Turner frá Ohio State skólanum.

Conneticut · Stanford mætast svo í kvöld í úrslitum kvenna.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá golfmóti KKÍ í Borgarnesi árið 2000.  Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ tekur við sigurlaunum úr hendi Ríkharðs Hrafnkelssonar mótsstjóra.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið