© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.4.2010 | 18:40 | Kristinn
Úrslitaleikur NCAA í nótt
Butler Bulldogs (5) - Duke Blue Devils (1)

Annað árið í röð kemst lið Duke í úrslitaleikinn í háskólaboltanum, en í fyrra tapaði það fyrir North Carolina.

Duke sem hefur unnið titilinn þrisvar sinnum (1991, 1992, 2001) er að spila í úrslitum í 10 sinn. Duke hefur gengið vel undir stjórn landliðsþjálfara USA, Mike Krzyzewski, og er eitt tveggja liða sem hefur unnið þrjá titla síðan 1985 en þá var núverandi keppnifyrirkomulag sett á þar sem 64 lið mætast í úrslitum.

Duke hefur lagt á leið sinni í úrslit lið Arkansas Pine-Bluff (16), California (8), Purdue (4), Baylor (3) og West Virginia (2).

Butler er að spila í úrslitakeppni háskólaboltans í 9. sinn síðan 1997. Árin 2003 og 2007 komst það í 16-liða úrslit en féll út bæði árin. Síðustu tvö ár hefur Butler komist einu sinni í aðra umferð, 2008, og duttu út í fyrstu umferðinni í fyrra.

Árið í ár er merkilegt fyrir þennan "miðlungs-stóra" skóla frá Indiana því fyrir utan að vera búinn að vinna 25 leiki í röð, sem er lengsta núverandi vinningshrina í öllum háskólaboltanum, þá hefur hann aldrei komist jafn langt og nú.

Butler hefur þurft að fara erfiða leið í úrslitin en skólinn hefur unnið UTEP (12), Murray St. (13), Syracuse (1), Kansas State (2) og nú Michigan State (5) í undanúrslitunum.

Úrslitaleikurinn fer fram í Indianopolis annað kvöld og það gæti verið kostur fyrir Butler að skólinn þeirra er aðeins í hálftíma aksturfjarlægð frá leikvangnum sem er ótrúlega hentugt en Duke er staðsettur í Norður Karolínu fylki. Þess má geta að fyrir upphaf mótsins var búið að ákveða hvar úrslitaleikurinn færi fram.

Helstu styrkleikar liðanna:
Duke er með góða liðsheild, engin stjarna en nokkra jafna og góða leikmenn. Ber þar helst að nefna þríeykið Kyle Singler, Nolan Smith og Jon Scheyer, að ógleymdum stóra leikmanninum þeirra Brian Zoubek.

Duke er frábært frákastalið og tekur það gjarnan mikið magn af sóknarfráköstum sem oftar en ekki endar svo með galopnu þriggja stiga skoti en Duke skaut West Virginu skólann í kaf fyrir utan þriggjastigalínuna í undanúrslitunum.

Butler hefur náð þangað sem það er með frábærum varnarleik og er Butler eina liðið sem hefur haldið 5 liðum undir 60 stigum í leik í mótinu.

Það hefur hjálpað Butler að kreista fram sigur í jöfnum leikjum með því að síga fram úr í restina í leikjunum. Án efa er besti leikmaður Butlers Gordon Hayward sem hefur spilað frábærlega í mótinu og sýnt frábæra takta. Hann hefur meðal annars leikið í U19 ára liði USA.

Sérfræðingar vestanhafs segja að aðalmálið sé hvort liðið frákasti betur í leiknum og að það sé lykilinn að sigri í kvöld þannig að nú er málið að fylgjast með í kvöld.

Leikinn er hægt að sjá á netinu á heimasíðu www.ncaa.com kl. 01.20 eftir miðnætti.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Snyrtipinnarnir Arnþór Birgisson og Bergur Emilsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið