© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.2.2010 | 20:20 | Kristinn | Mótahald
Bikarfundur fyrir Subwaybikarúrslitin
Í dag kl. 14.00 var haldinn blaðamannafundur fyrir komandi Subwaybikarúrslit á laugardaginn. Leikmenn og þjálfarar liðanna mættu ásamt blaða- og íþróttafréttamönnum sem tóku púlsinn á mannskapnum fyrir komandi átök.

· Úrslitaleikur kvenna: Haukar · Keflavík kl: 14.00 ·
Dómarar í bikarúrslitaleik kvenna:

· Sigmundur Már Herbertsson Sigmundur hefur dæmt tvo bikarúrslitaleiki kvenna áður (1997 og 1998) og er því að dæma sinn þriðja leik í úrslitum kvenna. Hann hefur einnig dæmt fimm bikarúrslitaleiki karla og er því að mæta í áttunda sinn í Höllina til þess að dæma bikarúrslitaleik.

· Davíð Kr. Hreiðarsson er að dæma sinn fyrsta bikarúrslitaleik.

· Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari en hann er einnig formaður dómaranefndar og fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ. Hann hefur fjórum sinnum verið eftirlitsdómari á bikarúrslitaleik.


· Úrslitaleikur karla: Snæfell · Grindavík kl: 16.00 ·
Dómarar í bikarúrslitaleik karla:

· Kristinn Óskarsson Kristinn er að dæma sinn sjöunda bikarúrslitaleik en hann hefur dæmt 1991, 92, 95, 98, 2002 og 08. Hann hefur einnig dæmt bikarúrslitaleiki kvenna árin 1991 og 2006 og er því mættur í 9. skipti í Höllina.

· Rögnvaldur Hreiðarsson hefur dæmt tvívegis áður í Bikarúrslitum karla, fyrst 2004 og svo tveimur árum síðar 2006. Hann á einnig fjóra leiki að baki í bikarúrslitum kvenna og er því að dæma sinn sjöunda leik í úrslitunum.

· Guðni E. Guðmundsson er í fyrsta sinn eftirlitsdómari á bikarúrslitaleik.


Helsta tölfræði liðanna í úrslitum 2010
Snæfell Leið Snæfells í úrslitin 2010

Undanúrslit
- 64:90 gegn Keflavík á útivelli
8-liða úrslit
- 100:96 gegn Fjölni á heimavelli
16-liða úrslit
- 130:75 gegn Hamar á heimavelli
32-liða úrslit
- 49:122 gegn Álftanesi á útivelli

Helstu tölfræðiþættir í Subwaybikarnum ( úr 3 leikjum af 4 )
30.0 · Flest stig – Sean Burton
31.0 · Hæsta framlag – Hlynur Bæringsson
18.7 · Flest fráköst – Hlynur Bæringsson
7.3 · Flestar stoðsendingar – Sean Burton

Grindavík Leið Grindavíkur í úrslitin 2010

Undanúrslit
- 91:78 gegn ÍR á heimavelli
8-liða úrslit
- 86:96 gegn Tindastól á útivelli
16-liða úrslit
- 132:76 gegn Ármanni á heimavelli
32-liða úrslit
- 77:147 gegn ÍG á útivelli

Helstu tölfræðiþættir í Subwaybikarnum
25.7 · Flest stig – Páll Axel Vilbergsson
30.3 · Hæsta framlag – Ómar Sævarsson
16.3 · Flest fráköst – Ómar Sævarsson
11.3 · Flestar stoðsendingar – Arnar Freyr Jónsson


Haukar Leið Haukastúlkna í úrslitin 2010

Undanúrslit
- 73:41 gegn Njarðvík á heimavelli
8-liða úrslit
-61:84 gegn Snæfelli á útivelli
16-liða úrslit
- 68:53 gegn Val á heimavelli

Helstu tölfræðiþættir í Subwaybikarnum
21.3 · Flest stig – Heather Ezell
29.0 · Hæsta framlag – Heather Ezell
10.3 · Flest fráköst – Heather Ezell
8.7 · Flestar stoðsendingar – Heather Ezell


Keflavík Leið Keflavíkurstúlkna í úrslitin 2010

Undanúrslit
- 48:97 gegn Fjölni á útivelli
8-liða úrslit
- 86:72 gegn Hamar á heimavelli
16-liða úrslit
- 70:61 gegn Grindavík á heimavelli

Helstu tölfræðiþættir í Subwaybikarnum
23.0 · Flest stig – Kristi Smith
25.0 · Hæsta framlag – Kristi Smith
7.3 · Flest fráköst – Bryndís Guðmundsdóttir
5.0 · Flestar stoðsendingar – Bryndís Guðmundsdóttir

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Leikmenn með blómaleiki, Albert Óskarsson, Guðmundur Bragason, Magnús Matthíasson og Guðjón Skúlason.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið