© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.2.2010 | 7:00 | Kristinn
Hádegisfundur ÍSÍ á föstudaginn
Föstudaginn 19. febrúar kl. 11:30-13:00 stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir hádegisfundi um næringu íþróttaiðkenda. Á fundinum verður forsvarsmönnum íþróttafélaga og íþróttamannvirkja kynntar leiðir til að stuðla að hollari næringu íþróttaiðkenda. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal E.

Dagskrá
Kl. 11:30
Gígja Gunnarsdóttir fundarstjóri og formaður útbreiðslusviðs ÍBR setur fundinn.

Kl. 11:35
Hólmfríður Þorgeirsdóttir kynnir leiðbeiningar Lýðheilsustöðvar um framboð á matvörum hjá íþróttafélögum og í íþróttamannvirkjum.

Kl. 11:50
Margrét og Ragnhildur hjá Knattspyrnufélaginu Val kynna þær áherslubreytingar sem hafa verið gerðar í framboði á næringu í íþróttamannvirkjum þeirra. Gefin verða hagnýt dæmi sem geta nýst íþróttamannvirkjum og íþróttafélögum vel.

Kl. 12:05
Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur fjallar um næringu íþróttafólks. Leitast verður við að svara spurningum eins og: Þarf íþróttafólk að nota fæðubótarefni eða orkudrykki? Hvað gæti komið í staðinn fyrir slíkar vörur?

Kl. 13:00
Fundarlok.

Ávaxtabíllinn býður uppá hollar og léttar veitingar meðan á fundinum stendur.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið annalilja@ibr.is í síðasta lagi fimmtudaginn 18. febrúar. Fundurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Georgia Olga Kristiansen er ein fárra íslenskra kvenna sem hafa lagt fyrir sig dómgæslu að einhverju marki.  Hún var áður leikmaður með KR í mörg ár.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið