S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
19.11.2009 | 12:30 | Kristinn
KFÍ styrkir fjölskylduhjálp Ísafjarðarkirkju
„Við höfum fundið fyrir velvilja í okkar garð í samfélaginu í haust og viljum með þessu móti gefa eitthvað til baka,“ segir Ingólfur Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Stjórn KFÍ ákvað í samstarfi við Landsbankann að leggja fjölskylduhjálpinni lið með þessum hætti. „Við viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að skella sér á leikinn og láta gott af sér leiða. Við vonumst til þess að geta fyllt húsið. Verðið verður ekki bundið við fast miðaverð heldur má fólk borga eins lítið og mikið og það vill og getur“, segir Guðjón Már Þorsteinsson, meðstjórnandi og íþróttafulltrúi KFÍ. Aðstandendur KFÍ hvetja önnur félög alls staðar af landinu að fylgja fordæmi þeirra. „Við erum ekki að fara fram á félög láti endilega ágóða af íþróttaleikjum renna til góðgerða, en við hvetjum félög til að líta í kringum sig og athuga hvort þeir geta ekki látið gott af sér leiða, oft þarf mun minna til en maður heldur,“ segir Guðjón. Leikurinn fer fram á föstudagskvöld klukkan 19.15. KFÍ tekst síðan aftur á við Hött á laugardag. Frétt frá bb.is |