S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
16.11.2001 | 22:28 | phs
Breiðablik áfram í Bikarnum
Leikur Breiðabliks og ÍR var jafn og spennandi allan tímann og munaði aldrei meira en 4 - 6 stigum á liðunum í síðari hálfleik. Breiðablik var þó með frumkvæðið og leiddi í hálfleik með 41 stigi gegn 37. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og þegar 5 sekúndur voru til leiksloka og staðan 80 - 82 fyrir ÍR fékk Þórólfur Þorsteinsson tvö vítaskot til að jafna leikinn. Hann klikkaði á báðum skotunum en Keneth Richards tók sóknarfrákastið. Brotið var á honum og fékk hann tvö skot til að jafna og innan við þrjár sekúndur eftir af leiknum. Það tókst hjá honum, en þó ekki fyrr en í fjórðu tilraun því tvisvar fóru ÍR-ingar of snemma inn í teiginn. ÍR-ingar tóku boltan inn og í þann mund sem leikklukkann gall skoraði Eiríkur Önundarson þriggja stiga körfu vel fyrir utan þriggja stiga línuna sem ekki var dæmd góð og framlenging staðreind. Í framlengingunni byrjuðu ÍR-ingar betur og gerðu þrjú fyrstu stigin en Blikar reyndust sterkari í blálokin og tryggðu sér þátttökurétt í 16 liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ og Doritos. |