© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.9.2009 | 19:30 | Kristinn
Námskeið hjá ÍSÍ á næstunni
Fræðslukvöld ÍSÍ eru að fara af stað aftur
Fræðslukvöld ÍSÍ fara nú aftur af stað eftir sumarfrí og hefjast fimmtudaginn 17. september nk. á Akureyri og 24. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík. Kennt verður í 5 kennslustunda lotum og er þessi fræðsla jafnframt liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi almenns hluta. Fræðslukvöldin hefjast kl. 17.00 á báðum stöðum og lýkur kl. 21.00.

Fræðslukvöldin eru öllum opin, 16 ára og eldri, þ.m.t. þeim sem ekki ætla sér í þjálfaranám. Fræðslan getur til dæmis í sumum tilfellum hentað iðkendum íþrótta og aðilum sem þurfa að sækja sér endurmenntun.

Skráning er á namskeid@isi.is og þarf henni að vera lokið tveimur sólarhringum fyrir hvert námskeið.

Námskeiðsgjald er 3.500 kr. og greiðist fyrir upphaf námskeiðs.

Allar frekari upplýsingar um fræðslukvöld ÍSÍ veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

Skipulag fræðslukvölda á haustönn 2009 (með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar):

Fim. 17. sept. á Akureyri. Næring íþróttafólks/lyf og íþróttir
Fim. 24. sept. í Reykjavík. Skipulag þjálfunar (fyrri hluti)
Fim. 8. okt. á Akureyri. Íþróttameiðsl
Fim. 15. okt. í Reykjavík. Skipulag þjálfunar (seinni hluti)
Fim. 22. okt. á Akureyri. Skipulag þjálfunar (fyrri hluti)
Fim. 29. okt. í Reykjavík. Starfsemi líkamans
Fim. 5. nóv. á Akureyri. Skipulag þjálfunar (seinni hluti)
Fim. 12. nóv. í Reykjavík. Íþróttasálfræði
Fim. 19. nóv. á Akureyri. Siðfræði/forvarnir.
Fim. 26. nóv. í Reykjavík. Siðfræði/forvarnir

Fyrirlesarar/kennarar á framangreindum fræðslukvöldum verða m.a. eftirtaldir:

Rúnar Andrason Sálfræðingur
Hafrún Kristjánsdóttir Sálfræðingur
Fríða Rún Þórðardóttir Næringarfræðingur
Örvar Ólafsson Verkefnisstjóri hjá ÍSÍ
Stefán Ólafsson Sjúkraþjálfari
Viðar Sigurjónsson Sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvík · Íslandsmeistarar í 9. flokki dengja 2009
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið