© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
31.8.2009 | 13:41 | Stefán | Landslið
Fyrsta landsliðið heiðrað
Birgir Örn Birgis tekur hér við gjöf sinni úr hendi Hannesar S. Jónssonar
Þann 16. maí síðastliðinn voru 50 ár liðin frá því að Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik en þá fór íslenskt lið til Danmerkur að etja kappi við Dani.

Í tilefni af þessu var öllum leikmönnum þessa fyrsta landsliðs Íslands ásamt fylgdarliði boðið í hádegisverð á undan landsleikjunum sem fóru fram í Smáranum síðastliðinn laugardag. Voru þeir heiðursgestir á leikjunum en einnig var þeim Einari Ólafssyni og Einari Bollasyni boðið en þeir eru heiðurskrosshafar KKÍ og Kolbeini Pálssyni en hann er eini körfuknattleiksmaðurinn sem hefur verið kjörin íþróttamaður ársins en það var árið 1966.

Miklir fagnaðarfundir voru í Smáranum enda höfðu margir þessara frumkvöðla í íslenskum körfubolta ekki hist í langan tíma.

Í hálfleik á leik Íslands og Austurríkis var hópurinn kallaður fram á gólf og heiðraður fyrir sinn hlut í sögu íþróttarinnar. Fengu þeir allir að gjöf hópmynd sem var tekin af hópnum áður en þeir héldu til Danmerkur árið 1959.

Áhorfendur klöppuðu vel og innilega fyrir hópnum sem lék fyrsta landsleik Íslands.

Í hópnum voru:
Guðmundur Georgsson - Formaður landsliðsnefndar
Ásgeir Guðmundsson - Þjálfari
Bogi Þorsteinsson - Fararstjóri
Ingólfur Örnólfsson - Flokksstjóri
Kristinn V.Jóhannsson- ÍS
Guðmundur Árnason - KFR
Ólafur Thorlacius - KFR
Birgir Örn Birgis - Ármanni
Guðni Ó Guðnason - ÍS
Þorsteinn Hallgrímsson - ÍR
Jón Eysteinsson - ÍS
Lárus Lárusson - Ármanni
Þórir Arinbjarnason - ÍS
Ingi Gunnarsson - ÍKF
Friðrik Bjarnason - ÍKF
Ingi Þorsteinsson - KFR

En þeir Ingólfur Örnólfsson flokksstjóri, Lárus Lárusson ÍS og Þórir Arinbjarnarson ÍS komust ekki á laugardag.

Þeir Ingi Gunnarsson ÍKF, Friðrik Bjarnason ÍKF, Ingi Þorsteinsson KFR og Bogi Þorsteinsson fararstjóri og fyrsti formaður KKÍ, eru látnir.


Hópurinn á laugardag


Lið Íslands árið 1959
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Rúnar Gíslason, dómari, bíður þess að boltinn komi niður eftir vítaskot frá Guðmundi Ásgeirssyni leikmanni Grindavíkur.  Myndin er tekin í leik Grindavíkur og Þórs Ak, 16. desember 2001.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið