© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.10.2001 | 10:03 | bl
Yfir 50 strákar í körfuboltaskólanum um helgina
Um helgina fór fram í KR-heimilinu Körfuboltaskóli KKÍ og And 1 fyrir drengi fædda 1986. Óhætt er að segja að skólinn hafi tekist einstaklega vel og allir þáttakendur voru gríðarlega ánægðir. Markmið skólans var að kenna eins mikið og hægt var yfir helgina og skólinn með öðru sniði en gengur og gerist. Ekki voru heðbundnar æfingar heldur var reynt að kenna leikinn eins
mikið og hægt var. Körfuboltaskólinn var öllum opinn og tóku þátt rúmlega 50 strákar.

Drengirnir hlýddu á fyrirlestur báða dagana en á laugardeginum kom Stefán Arnarson, margreyndur körfuboltaþjálfari, og las drengjunum góðan pistil. Þá kom Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari íslenska landsliðsins og Grindavíkur, og spjallaði um landsliðið og erlandan körfubolta og gaf mönnum góð ráð um hvað þarf til að komast langt í körfubolta.

Benedikt Guðmundsson þjálfari ´86 landsliðsins var ánægður með drengina sem tóku þátt í Körfuboltaskólanum. „Það er gaman að sjá alla þessa stráka með svona mikinn metnað. Þeir metnaðarfyllstu láta ekki svona æfingabúðir fram hjá sér fara. Þá er einstaklega gaman að sjá svona stóran hluta koma utan
af landi og það segir manni að þetta eru strákar sem eru tilbúnir að gera nánast hvað sem er til að verða betri því það er ekki sjálfgefið að þeir komi til Reykjavíkur. Ég verð að segja að ég heillaðist af metnaðinnum sem þessir strákar hafa og ég mun kalla á nokkra þeirra næst þegar æfingahópur
hjá ´86 árgangnum verður kallaður saman,“ sagði Benedikt.

Ýmisleg verðlaun voru veitt í Körfuboltaskólanum og hér fyrir neðan má sjá þá sem unnu til verðlauna:

Sigurliðið í 5 á 5 mótinu: Andri Arnarsson, Geisla, Tómar Þórsson, KR, Elvar Karlsson, Keflavík, Hilmar þór Gunnarsson, Þór Ak., Jóhann P. Jensen, Hrunamönnum, Kolbeinn Jósteinsson, Geisla, Sveinn Einarsson, Val, Guðmundur Kristjánsson, Val, Óskar Magnússon, Haukum.

Besta boltatæknin í ´86 ágangnum: Haukur Gunnarsson, Breiðabliki.

Besta 3ja stiga skyttan í ´86 árgangnum: Alexander Dungal, Val.

Stjörnulið ´86 árgangsins: Alexander Dungal, Val, Steingrímur Ingólfsson, Val, Karl B. Lúðvíksson, Selfossi, Jóhann Ólafsson, Njarðvík, Jón Gauti Jónsson, Keflavík, Tómas Þórsson, KR.

Besti leikmaður ´86 árgangsins: Jóhann Ólafsson, Njarðvík.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurlið ÍBH á Landsmóti U.M.F.Í. sumarið 2007 sem fór fram í Kópavogi. ÍBH lagði Keflavík í úrslitaleiknum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið