© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.8.2009 | 22:27 | Stefán
Stelpurnar töpuðu eftir að hafa leitt í hálfleik
Signý Hermannsdóttir skoraði átta stig og tók átta fráköst í dag - SÞB
Íslensku stelpurnar léku gegn Slóveníu í B-deild Evrópukeppninnar í dag en leikið var ytra.

Fyrri viðureign liðanna sem fór fram fyrir ári síðan og endaði með sigri Slóvenana 69-94 á Ásvöllum þar sem lið Slóvena var sterkara á öllum vígstöðum.

Í dag sýndu stelpurnar tennurnar og leiddu í hálfleik 31-32 gegn sterku slóvensku liði.

Annar leikhluti var sérstaklega góður hjá stelpunum en þær unnu upp 14 stiga forskot Slóvenana og leiddu í hálfleik.

Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í lokasókn fyrri hálfleiks þegar Signý Hermannsdóttir setti tvö stig.

Stelpurnar héldu áfram að auka muninn í upphafi þriðja leikhluta en þær skoruð sjö fyrstu stigin og munurinn kominn í átta stig 31-39. En þá virtist allt fara í baklás hjá liðinu en þær slóvensku skoruðu 19 stig í röð á aðeins þriggja mínútna kafla og munurinn orðin 11 stig 50-39.

Eftir það náðu stelpurnar að minnka muninn í mest sjö stig en þær slóvensku héldu forskotinu og unnu 74-60.

Stigahæst hjá Íslandi í dag var Helena Sverrisdóttir með 19 stig en næst henni var Birna Valgarðsdóttir með 17 stig.

Tölfræði leiksins

Staðan í riðlinum:
1. Svartfjallaland 8/0 16 stig
2. Holland 6/2 14 stig
3. Írland 5/3 13 stig
4. Slóvenía 3/5 11 stig
5. Ísland 1/7 9 stig
6. Sviss 1/7 9 stig
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón Kr. Gíslason er hér við það að smella niður þrist en Sigurður Elvar Þórólfsson er til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið