© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.7.2009 | 8:00 | FÍR | Yngri landslið
U-18 ára landslið karla á leið til Sarajevo
Liðið varð Norðurlandameistari í maí sl.
U-18 ára landslið karla er á leið til Sarajevo í Bosníu til að taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst fimmtudaginn 23. júlí.

Hópurinn lagði af stað klukkan 07:00 í morgun og er ferðinni heitið til London þar sem gist verður í eina nótt. Á miðvikudag verður svo flogið til Sarajevo með millilendingu í Belgrade.

Þetta er langt og strangt ferðalag en hópurinn kemur aftur heim 4. ágúst.

Fyrsti leikur liðsins verður gegn Póllandi á fimmtudagskvöld en liðið er auk þess með Slóvakíu og frændum okkar Svíum og Finnum í riðli sem eru ekki ókunnug lið þar sem leikið var gegn þeim á Norðurlandamótinu í maí síðastliðnum. Íslenska liðið varð eins og ferskt er í minni Norðurlandameistari.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Arnar Pétursson • Breiðablik
Arnþór Freyr Guðmundsson • Fjölnir
Björn Ingvi Tyler Björnsson • Fjölnir
Daði Grétarsson • ÍR
Haukur Óskarsson • Haukar
Haukur Pálsson • Fjölnir
Ragnar Nathanelsson • Hamar
Sigurður Þórarinsson • Skallagrímur
Tómas Tómasson • Fjölnir
Trausti Eiríksson • Skallagrímur
Þorgrímur Guðni Björnsson • Valur
Ægir Þór Steinarsson • Fjölnir

Ingi Þór Steinþórsson • Þjálfari
Erlingur Hannesson • Fararstjóri
Gunnlaugur Bríem • Sjúkraþjálfari

Hægt verður að fylgjast með gangi mála þar sem m.a. allir leikir verða í beinni tölfræðilýsingu hér

Einnig verða fréttir frá hópnum á heimasíðunni kki.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hlynur Bæringsson í landsleik gegn Danmörku í Laugardalshöll.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið