© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.7.2009 | 11:20 | Kristinn | Landslið
Landsliðsæfingahópurinn fyrir Evrópukeppnina í haust
Jón Arnór, Magnús Þór, Logi og Jakob
Nú er búið að velja æfingahóp A-landsliðs karla fyrir komandi leiki í seinni umferð Evrópukeppninnar í haust.

Sigurður Ingimundarson þjálfari, hefur valið þrjá leikmenn úr U18 liðinu sem varð Norðurlandameistari nú á dögunum til æfinga en alls eru 22 leikmenn í úrtakinu að þessu sinni. Íslenska karlalandsliðið leikur fjóra leiki í haust og þar af tvo á heimavelli.

Ákveðið hefur verið að leika báða heimaleikina í Smáranum og einn kvennaleik af þrem að auki en laugardaginn 29. ágúst eru tveir landsleikir á dagskrá og því verður sannkallaður landsliðsdagur í Smáranum þann daginn.

Dagskrá A-landsliðs karla:
19. ágúst
Danmörk – Ísland
Álaborg, Danmörk

22. ágúst
Ísland - Holland
Smárinn, Kópavogi

26. ágúst
Svartfjallaland – Ísland
Podgorica, Svartfjallalandi

29. ágúst
Ísland · Austurríki
Smárinn, Kópavogi

Þeir leikmenn sem skipa æfingahópinn eru:

Fannar Ólafsson KR
31 árs · 74 landsleikir

Fannar Helgason Stjarnan
25 ára · 5 landsleikir

Pavel Ermolinski U.B. La Palma
22 ára · 10 landsleikir

Páll Axel Vilbergsson Grindavík
31 árs · 89 landsleikir

Þorleifur Ólafsson Grindavík
25 ára · 14 landsleikir

Sigurður Þorvaldsson Snæfell
29 ára · 47 landsleikir

Sigurður Þorsteinsson Keflavík
21 árs · 17 landsleikir

Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík
21 árs · 12 landsleikir

Jón Norðdal Hafsteinsson Keflavík
28 ára · 51 landsleikir

Logi Gunnarson Njarðvík
28 ára · 72 landsleikir

Magnús Þór Gunnarsson Njarðvík
28 ára · 69 landsleikir

Jóhann Ólafsson Njarðvík
23 ára · 12 landsleikir

Sveinbjörn Claessen ÍR
23 ára · 3 landsleikir

Jón Arnór Stefánsson Bennetton Treviso
27 ára · 46 landsleikir

Jakob Örn Sigurðarson Sundsvall Dragons
27 ára · 44 landsleikir

Hlynur Bæringsson Snæfell
27 ára · 46 landsleikir

Helgi Már Magnússon KR
27 ára · 58 landsleikir

Rúnar Ingi Erlingsson Njarðvík
20 ára · Nýliði

Ómar Sævarsson Grindavík
27 ára · Nýliði

Ægir Þór Steinarsson Fjölnir
18 ára · Nýliði

Haukur Helgi Pálsson Fjölnir
17 ára · Nýliði

Ragnar Natanaelson Hamar
18 ára · Nýliði

Þjálfari er Sigurður Ingimundarson, Solna Vikings.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn Breiðabliks fagna ægilega eftir frækinn sigur á Valsmönnum í toppbaráttu 1. deildar karla í janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið