© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.6.2009 | 11:09 | Kristinn
Sigur hjá Reykjavíkurúrvalinu í fyrsta leik
Alþjóðaleikar ungmenna (International Children´s Games) hafa verið haldnir um víða veröld í tæp 40 ár. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur með stuðningi ÍTR sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001 en leikarnir voru haldnir í Reykjavík árið 2007.

Í ár eru leikarnir haldnir í Aþenu í Grikklandi. Reykvíski hópurinn sem tekur þátt í keppninni fór til Grikklands í gær og kom til Aþenu um kl. 23 á staðartíma í gærkvöldi. Ferðin gekk vel þrátt fyrir smávægilega seinkun á flugi. Í reykvíska hópnum eru 8 strákar sem keppa í körfuknattleik

Strákarnir léku sinn fyrsta leik í morgun og höfðu sigur í honum 42-31 eftir erfiða byrjun. Frábær árangur hjá strákunum enda Grikkir þekktir fyrir að vera nokkuð öflug körfuknattleiksþjóð. Mikil hiti er í höllinni þar sem körfuknattleikskeppnin fer fram og engin loftkæling. Að öðru leiti er góð aðstaða fyrir íþróttafólkið. Næsti leikur strákanna er á morgun fimmtudag.

Íslensku strákarnir eru í D-riðli og munu leika gegn liðum frá Marion, In frá Bandaríkjunum, Sialkot frá Pakistan, Pireas frá Grikklandi, sem er liðið sem þeir lögðu í morgun og Kecskement frá Ungverjalandi. Landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðsson lék einmitt með Kecskement á sínum tíma sem atvinnumaður og þess má geta að bróðir Jakobs, Matthías Orri er í liði Reykjavíkur að þessu sinni og stóð sig vel í leiknum í dag.

Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Arthúr Ross Möller, Fjölni
Daníel Capaul, ÍR
Darri Freyr Atlason, KR
Martin Hermannsson, KR
Matthías Orri Sigurðarson, KR
Róbert Sigurðsson, Fjölni
Snæþór Helgi Bjarnason, ÍR
Þorgrímur Kári Emilsson, ÍR

Þjálfari er Gunnar Sverrisson.

kki.is mun birta nánari fréttir af liðinu og úrslitum þegar þau liggja fyrir.

Heimasíða leikanna
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hafdís Helgadóttir og Valur Ingimundarson voru heiðruð á lokahófi KKÍ 2007.  Hafdís fékk silfurmerki KKÍ og Valur gullmerki KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið