S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
13.6.2009 | 16:07 | FÍR
Metþátttaka í Úrvalsbúðum KKÍ
Úrvalsbúðirnar sem eru nokkurskonar undanfari yngri landsliða tókust gríðarlega vel og var metþátttaka á báðum stöðum. Að þessu sinni voru búðirnar fyrir drengi og stúlkur sem eru fædd 1996, 1997 og 1998. Það eru öll aðildarfélög KKÍ sem tilnefna leikmenn úr sínum félögum í búðirnar. Strákabúðirnar voru í Dalhúsum í Grafarvogi og mættu um 230 strákar sem er metþátttaka. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari U-18 ára landsliðs karla og Snæfells í Iceland Express deildunum hafði yfirumsjón með strákabúðunum og honum til halds og trausts voru Snorri Örn Arnaldsson yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, Pétur Guðmundsson Grindavík, Finnur Freyr Stefánsson úr KR, Örvar Kristjánsson frá Njarðvík ásamt nýkrýndum Norðurlandameisturum í U-18 þeim Tómasi Tómasson og Ægi Þór Steinarssyni sem sýndu ungum iðkendum knattæfingar. Stelpubúðirnar voru haldnar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eins og hjá strákunum þá var metþátttaka hjá stelpunum en um 130 stelpur mættu á Ásvelli. Yngvi Gunnlaugsson þjálfari U-16 kvenna og Vals í 1.deild karla hafði yfirumsjón með stelpubúðunum. Honum til aðstoðar voru landsliðsmennirnir Sveinbjörn Claessen og Árni Ragnarsson, Pálmar Ragnarsson yngriflokkaþjálfari frá Fjölni, Robert Newson nýráðinn þjálfari Fsu í Iceland Express-deildinni og Rannveig Ólafsdóttir leikmaður U-18. Yngvi og Ingi Þór voru virkilega ánægðir með hvernig til tókst og hlakka til að fá hópinn aftur í ágúst. Það er greinilegt að það er mikil gróska í körfuboltanum sem er vel því það sem er mikilvægast er að fjölga ungum iðkendum. Á mynd sést Ingi Þór ræða við unga iðkendur í búðunum. Mynd:SÖA Áfram körfubolti |