© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.5.2009 | 14:19 | Stefán
Svíarnir mörðu sigur á U-18
Tómas Tómasson kom sterkur inn af bekknum í dag - mynd: SÞB
Annar leikur U-18 drengja í mótinu var gegn Svíum. Eftir góðan sigur á Dönum í gær var liðið vel upplagt í leikinn. Heimamenn í Svíþjóð eru stórir strákar og því ljóst að um erfiðan leik var að ræða.

Svíarnir voru sterkari til að byrja með og komust í 12-4. Ísland tók leikhlé og Haukur Pálsson skoraði þrist strax í kjölfarið. En þrátt fyrir að liðið hafi komist á skrið á ný voru það Svíar sem voru sterkari. Þeir keyrðu upp muninn og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta 28-18.

Í öðrum leikhluta fóru strákarnir að saxa á forskot þeirra gulu og var munurinn kominn í fjögur stig eftir aðeins tvær og hálfa mínútu inn í öðrum leikhluta 32-28. Að lokum náði Ísland að komast yfir 34-35 þegar Tómas Tómasson setti fallegt skot frá endalínu og íslensku strákarnir búnir að spila sig inn í viðureignina að nýju. Liðin skiptust á körfum út hálfleikinn og Tómas Tómasson setti flautukörfu til að jafna leikinn 44-44 þegar lokaflautan gall. Langskot hans ofaní og allt mögulegt fyrir bæði lið.

Svíar skoruðu fyrstu átta stig seinni hálfleiksins og breyttu stöðunni í 52-44 á 94 sekúndum. Ísland tók leikhlé og Ingi Þór ræddi aðeins við sína menn sem þrátt fyrir stigaleysið í seinni hálfleik voru að fá fín skot. Ægir skoraði fyrstu körfu Íslands og strákarnir komnir í svæðisvörn. Ísland byrjaði að skora á ný og vörnin þéttist en Svíarnir héldu sér á lífi með því að taka sóknarfráköst. Ísland skipti yfir í maður á mann vörn á ný enda voru þeir að missa nánast öll fráköst frá sér.

Strákarnir jöfnuðu leikinn á ný með körfu frá Tómasi og staðan 57-57. Ísland kemst yfir 62-63 með stuttu skoti frá Ægi Steinarssyni. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og það voru helst sóknarfráköstin sem voru að gera Íslandi erfitt fyrir en Svíar leiddu með einu stigi fyrir lokaátökin 68-67.

Lokaleikhlutinn var allir í járnum og hvorugt lið náði alvöru forskoti. Þetta var tvö, þrjú, fjögur stig allan tímann. Svíar jöfnuðu leikinn 76-76 með þremur vítaskotum um miðjan leikhlutann. Arnþór meiðist þegar hann lendir illa þremur mínútum fyrir leikslok. Þetta var mikil blóðtaka fyrir Ísland. Svíar fá fimm stiga sókn þegar dæmd er einkennileg óíþróttamannsleg villa á miðjum velli. Svíarnir setja vítin og þrist í sókninni sem þeir fá í kjölfarið. Ísland svarar þessu með þrist um leið og minnka muninn í 2 stig þegar um tvær mínútur eru eftir. Svíar ná fjögurra stiga forystu en Ægir minnkar muninn í 1 stig þegar mínúta er eftir. Næstu sóknir liðanna fóru forgörðum. Þegar 15 sekúndur voru eftir fá Svíar vítaskot, þeir setja fyrra vítið niður og auka muninn í 2 stig. Næsta skot geigaði en þeir náðu sóknarfrákasti og Ísland braut strax. Svíar setja bæði vítin og komast fjórum stigum yfir þegar 10 sekúndur voru eftir. Ísland nær ekki að minnka muninn eftir þetta og lokatölur því 86-82.

Ísland náði ítrekað að skjóta og spila sig inn í leikinn en þeir höfðu ekki heppnina með sér á lokasprettinum.

Stigahæstur hjá Íslandi var Tómas Tómasson með 30 stig en hann kom þvílíkan sóknarkraft inn af bekknum.

Stig:
Tómas Tómasson 30 stig
Haukur Pálsson 21 stig
Ægir Steinarsson 12 stig
Arnþór Guðmundsson 6 stig
Sigurður Þórarinsson 4 stig
Haukur Óskarsson 4 stig
Trausti Eiríksson 3 stig
Ragnar Nathaníelsson 2 stig
Arnar Pétursson, Þorgrímur Björnsson og Daði Berg Grétarsson komu inn á en náðu ekki að skora.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurður P. Gíslason (t.h.) og Pétur Rögnvaldsson (t.v.) voru aðalhvatamennirnir að baki stofnunar körfuknattleiksdeildar KR árið 1956 og léku með félaginu á gullaldarárum þess. Pétur, sem var fyrsti formaður deildarinnar (Sigurður var varaformaður), fluttist seinna til Hollywood og lék í kvikmyndinni
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið