© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.5.2009 | 10:38 | Stefán
Noregur réð ekki við beitta vörn Íslands
Íslensku stelpurnar voru grimmar í vörninni mynd: SÞB
Frumraun stelpnanna í U-16 var gegn Noregi hér í Solna og stóðust stelpurnar eldskírn sína með glæsibrag. Fyrstu mínúturnar leiksins voru nokkuð stirðar en eftir að leikmennirnir höfðu komið sér betur inn í leikinn fór allt á flug. Íslenska liðið spilaði pressuvörn allan leikinn og áttu þær norsku í töluverðum vandræðum með hana. Svo fór að stelpurnar unnu 80-51.

Byrjunarlið Íslands: Arnína Lena Rúnarsdóttir, Hrafnhildur Sævarsdóttir, Thelma Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Ína María Einarsdóttir.

Eftir smá sviðsskrekk í upphafi leiks fór leikur Íslands á flug og þær náðu góðu forskoti. Góður og grimmur varnarleikur skilaði þeim forskotinu. Í stöðunni 4-8 fyrir Noreg fór pressuvörn Íslands að virka og auðveldu körfurnar byrjuðu að skila sér. Þær breyttuni stöðunni í 9-10 og svo skoruðu þær 11 síðustu stig leikhlutans og leiddu 9-21. Margrét Rósa Hálfdanardóttir kom sterk af bekknum í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig í honum.

Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti endaði, einstefna af hálfu Íslands. Stelpurnar skoruðu tíu fyrstu stigin og allt stefndi í stórsigur Íslands. Noregur tók leikhlé í stöðunni 9-31 og stilltu upp sinni eigin pressuvörn. Þetta hafði áhrif á íslensku stelpurnar sem áttu í töluverðu basli að bregðast við henni og Noregur átti næstu körfur leiksins og skoruðu fimm stig í röð. Ísland náði ekki að halda dampi út hálfleikinn og munurinn var 14 stig í hálfleik 24-38.

Noregur hélt uppteknum hætti í upphafi þriðja leikhluta og fór munurinn niðurfyrir tíu stig 29-38 en þá kom góður kafli hjá Íslandi þar sem þær náðu vopnum sínum á ný. Þær fóru að leysa pressuvörn Noregs betur ásamt því að sóknaraðgerðir stelpnanna urðu markvissari. Við þetta jókst munurinn á ný og öll vön Noregs að ná að komast betur inn í leikinn fór út um þúfur. Ísland 33-55 þegar fjórði leikhluti hófst.

Lokaleikhlutinn var aldrei spennandi þar sem það var augljóst hverjir færu með sigur af hólmi og Ísland vann að lokum góðan sigur 51-80.

Íslensku þjálfararnir notuðu breiddina í liðinu í leiknum og til að halda uppi þeim mikla hraða og krafti sem liðið var með í byrjun skiptu þeir ferskum löppum inn á reglulega. T.a.m. höfðu 11 leikmenn leikið fyrstu sex mínútur leiksins. Þetta hafði jákvæð áhrif á liðið en þær voru á fullu gasi allan leikinn.

Allir leikmenn liðsins komust á blað í sigrinum.

Stig:
María Ben Jónsdóttir 13 stig
Berglind Gunnarsdóttir 12 stig
Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12 stig
Eva Rós Guðmundsdóttir 9 stig
Thelma Ásgeirsdóttir 7 stig
Ína María Einarsdóttir 6 stig
Sandra Grétarsdóttir 4 stig
Árnína Lena Rúnarsdóttir 4 stig
Sigrún Albertsdóttir 4 stig
Árný Sif Gestsdóttir 4 stig
Hrafnhildur Sævarsdóttir 3 stig
Dagbjört Samúelsdóttir 2 stig

Næsti leikur stelpnanna er gegn Danmörku kl. 18.30(16.30 að íslenskum tíma).
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Leikmenn úr A-landsliði kvenna ásamt Pétri Hrafni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið