© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.10.2001 | 10:27 | phs
Reykjanesbæjarliðin Meistarar meistaranna 2001
Keflvíkingar og Njarðvíkingar urðu í gærkvöld meistarar meistaranna árið 2001. Keflvíkingar lögðu KR-inga í æsispennandi leik 56 – 54 og Njarðvíkingar lögðu ÍR-inga með 111 stigum gegn 96.
Leikirnir voru eins og áður góðgerðarleikir og voru foreldrasamtök barna með efnastkiptasjúkdóma PKU styrkt að þessu sinni. Alls söfnuðust með áhorfendatekjum og auglýsingum rúmar 400.000,- krónur.

Leikur Keflvíkinga og KR-inga var jafn og skemmtilegur á að horfa. Mikil barátta einkenndi leikinn, enda hafa liðin lengi eldað saman grátt silfur. Það voru svo Keflvíkingar sem sigu frammúr á endasprettinum og tryggðu sér fyrsta titilinn sem í boði er þetta keppnistímabilið.
Stigahæst í liði Keflvíkinga var Birna Valgarðsdóttir með 22 stig. Erla Þorsteinsdóttir gerði 19 og tók 11 fráköst. Hjá KR var Helga Þorvaldsdóttir atkvæðamest með 23 stig. Hildur Sigurðardóttir gerði 11 stig og tók 16 fráköst. Gréta María Grétarsdóttir gerði 11 stig.

Njarðvíkingar lögðu ÍR-inga í hröðum og skemmtilegum leik. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta náðu Njarðvíkingar góðri forystu sem ÍR-ingum tókst ekki að brúa þrátt fyrir mikla baráttu í fjórða leikhluta.
Brenton Birmingham var besti leikmaður Njarðvíkinga með 36 stig , 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Logi Gunnarsson gerði 24 stig, Páll Kristinsson var með 19 stig og 14 fráköst og Teitur Örlygsson var með 12 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Friðrik Stefánsson lék ekki með Njarðvíkingum vegna meiðsla.

Hjá ÍR-ingum var Halldór Kristmannsson með 20 stig, Cedric Holms með 18 stig og 9 fráköst og Hreggviður Magnússon með 17 stig.

Almenn má segja um leikina að þeir gefa báðir góð fyrirheit um það sem koma skal á Íslandsmótinu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá lokahófi KKÍ í gamla Broadway í Mjódd.  Jón Sigurðsson og Einar Bollason.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið