S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
7.12.2008 | 23:00 | FÍR
Gríska goðsögnin
Gríska deildin hefur verið með þeim sterkustu síðustu ár og einnig hefur landslið þeirra verið sterkt. Það má segja að Nick Galis sé sá maður sem opnaði þessa leið en þessi stórkostlegi leikmaður sá til þess að Grikkland komst á körfuboltakortið með sigri í úrslitum Evrópumóts landsliða 1987. Nick Galis fæddist í New Jersey í Ameríku og lék bæði í miðskóla sem og háskóla þar í landi. Hann lék með hinum þekkta Seton Hall háskóla og skoraði hvorki meira né minna en 27 stig á leik og varð 3. stigahæsti leikmaður deildarinnar. Annar af þeim sem skoraði meira var enginn annar en Larry Bird. Galis var valinn af Boston Celtics í nýliðavalinu 1979 en gerðist aldrei leikmaður þess fornfræga félags vegna þrálátra meiðsla. Hann ákvað því að fara á slóðir forfeðranna og fór til Grikklands þar sem hann átti heldur betur eftir að láta að sér kveða. 1987 var árið sem allt breyttist í Grikklandi og leikmenn gríska landsliðsins urðu þjóðhetjur. Fremstur í flokki fór Nick nokur Galis. Þessi snaggaralegi leikmaður var ótrúlegur í úrslitum Evrópukeppninnar og leiddi hann lið sitt eins og sannur leiðtogi. Í úrslitaleiknum mætti Grikkland hinu gríðarsterka landsliði Sovétríkjanna sem skartaði leikmönnum á borð við Arvydas Sabonis og Sarunas Marčiulionis. Nick Galis skoraði 40 stig í þessum fræga úrslitaleik sem endaði með sigri 103:101 eftir framlengingu og Grikkland varð Evrópueistari og allt fór á annan endann í landinu. Fram að þessum tíma höfðu Sovétríkin og Júgóslavíu einokað Evrópumeistaratitil landsliða Nokkur skemmtileg myndbrot með þessum stórkostlega leikmanni: Nick Galis VS Sabonis Nick Galis VS Petrovic Stemningin í Grikklandi 1987 Hægt er að finna fleiri myndbrot og ýmislegt lesefni á veraldarvefnum um þennan frábæra leikmann sem svo sannarlega átti þátt í að breyta íþróttahefðinni í Grikklandi. |