© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.7.2001 | 11:42 | or
Ísland í fjórða sæti
Íslenska unglingalandsliðið sem tekur þátt í Promotion Cup kvenna á Kýpur lék sinn síðasta leik á mótinu gegn Skotlandi, og var sá leikur úrslitaleikur um þriðja sætið í mótinu. Leiknum lauk með sigri Skota 45-54. Staðan í hálfleik var 23-19 fyrir Íslandi. Stigahæstar í íslenska liðinu voru María Anna Guðmundsdóttir með 12 stig og Guðrún Guðmundsdóttir með 8 stig.

Að sögn Péturs Hrafns Sigurðssonar fararstjóra var um besta leik íslenska liðsins í keppninni að ræða. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá liðinu, og leiddi Ísland með 4 stigum í hálfleik. Slæmur kafli í þriðja leikhluta réði hinsvegar úrslitum, þar sem skoska liðið skoraði 17 stig í röð. Fyrir utan þennan slæma kafla var leikurinn í góðu jafnvægi milli liðanna. Gætt hefur meiri stöðugleika í leik íslensku stúlknanna, og liðið vaxið með hverjum leik að sögn Péturs Hrafns.

Eftir leikinn hafa stúlkurnar fengið kærkomið sólarfrí, og fá að flatmaga við sundlaugina í 40 stiga hita. Ætlunin er eftir það að fylgjast með úrslitaleik mótsins á milli Kýpur og Luxemborgar, en eftir það verður lokaathöfn og lokahóf mótsins. Liðið leggur svo af stað kl. 1:30 í nótt til flugvallarins í Larnaca, og áætlaður komutími til Íslands er um kl. 16 á morgun, mánudag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 24. febrúar 2001.  Einari Ólafssyni veittur heiðurskross KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið