© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.7.2001 | 11:42 | or
Ísland í fjórða sæti
Íslenska unglingalandsliðið sem tekur þátt í Promotion Cup kvenna á Kýpur lék sinn síðasta leik á mótinu gegn Skotlandi, og var sá leikur úrslitaleikur um þriðja sætið í mótinu. Leiknum lauk með sigri Skota 45-54. Staðan í hálfleik var 23-19 fyrir Íslandi. Stigahæstar í íslenska liðinu voru María Anna Guðmundsdóttir með 12 stig og Guðrún Guðmundsdóttir með 8 stig.

Að sögn Péturs Hrafns Sigurðssonar fararstjóra var um besta leik íslenska liðsins í keppninni að ræða. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá liðinu, og leiddi Ísland með 4 stigum í hálfleik. Slæmur kafli í þriðja leikhluta réði hinsvegar úrslitum, þar sem skoska liðið skoraði 17 stig í röð. Fyrir utan þennan slæma kafla var leikurinn í góðu jafnvægi milli liðanna. Gætt hefur meiri stöðugleika í leik íslensku stúlknanna, og liðið vaxið með hverjum leik að sögn Péturs Hrafns.

Eftir leikinn hafa stúlkurnar fengið kærkomið sólarfrí, og fá að flatmaga við sundlaugina í 40 stiga hita. Ætlunin er eftir það að fylgjast með úrslitaleik mótsins á milli Kýpur og Luxemborgar, en eftir það verður lokaathöfn og lokahóf mótsins. Liðið leggur svo af stað kl. 1:30 í nótt til flugvallarins í Larnaca, og áætlaður komutími til Íslands er um kl. 16 á morgun, mánudag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá stofnfundi Körfuboltaútgáfunnar ehf. sem gaf út tímaritið “Karfan” árið 1993.  Ólafur Johnson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Einar Bollason, Ólafur Rafnsson, Hannes Ágúst Guðmundsson, Haukur Hauksson, Sverrir Sverrisson og Björn Leósson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið