© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.7.2001 | 18:26 | phs
Naumt tap gegn Skotum
Íslenska stúlknalandsliðið tapaði naumlega gegn Skotum á Promotion Cup í dag með 51 stigi gegn 55 stigum Skota. Ísland varð því í öðru sæti í A-riðli og mætir Luxemborg á morgun í undanúrslitum.

Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af miklum krafti og spilaði frábæra vörn. Sóknarleikurinn gekk vel og lét liðið boltann vinna vel og fékk opin skot. Liðið komst í 12 – 6 og vann leikhlutann 14-9. Í öðrum og þriðja leikhluta gekk ekkert upp í sóknarleik liðsins og tapaði liðið fjölmörgum boltum í hendur Skotanna og var refsað grimmilega. Alls tapaði liðið 38 boltum í leiknum sem verður að skrifast á reynsluleysi og að stelpurnar voru alltof ákafar í sóknaraðgerðum sínum. Skotar unnu annan leikhluta með 18 stigum gegn 10 og þann þriðja með 14 stigum gegn 7. Stelpurnar voru þó ekki á því að gefast upp þrátt fyrir að vera 10 stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst.
Með gríðarlegri baráttu og pressu um allan völl náði liðið að minnka muninn. Fór Ólöf Pálsdóttir þar fremst í flokki og gerði hún 9 stig í leikhlutanum ásamt því að stela boltanum nokkrum sinnum af skosku stúlkunum.
Þegar 19 sekúndur voru eftir var munurinn kominn í tvö stig, Skotum í vil og Skotar fengu tvö vítaskot. Þær misnotuðu bæði skotin en því miður þá náðu þær frákastinu og fengu aftur tvö vítaskot sem þær nýttu og sigruðu því í leiknum 55 – 51.

Stig Íslands gerðu Guðrún Guðmundsdóttir 10 stig, Ólöf Pálsdóttir með 9 stig, Gréta Guðbrandsdóttir með 8 stig, Svava Stefánsdóttir 8 stig, Ragnheiður Magnúsdóttir með 5 stig, Fjóla Eiríksdóttir 4 stig, Jovana Stefánsdóttir 3 stig, María Anna Guðmundsdóttir 3 stig og Erna Magnúsdóttir 1 stig.

Íslenska liðið varð fyrir því áfalli að Svava Stefánsdóttir fékk slæmt högg á lærið í fjórða leikhluta og er ekki ljóst hvort hún leiki með á morgun.

Lúxemborg varð sigurvegari í B-riðli og verður róðurinn þungur fyrir íslensku stúlkurnar í undanúrslitunum á morgun, en með góðum leik á liðið alla möguleika á að sigra og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum mæta Skotar Kýpurbúum. Sigurvegararnir úr þessum leikjum mætast svo í úrslitaleik á sunnudag, en tapliðin mætast í leik um þriðja sætið. Malta, Andorra og Gíbraltar leika um sæti 5 – 7 í mótinu.

Með kveðju frá Kýpur

Pétur Hrafn Sigurðsson
Fararstjóri
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Drengjalandslið Íslands sem tók þátt í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið