© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.10.2008 | 15:22 | OOJ
Allt um 80 stigin hans Páls Axels í nýja tölfræðikerfi KKÍ
Páll Axel Vilbergsson hefur spilað frábærlega í upphafi móts.
Nýja tölfræðiforrtið, "MBT Live Stat", bíður upp á fullt af möguleikum til þess að kalla fram frekari upplýsingar um frammistöðu leikmanna í efstu deildum karla og kvenna. Gott dæmi um það er að skoða hinn sjóðheita Grindvíking Pál Axel Vilbergsson í fyrstu tveimur leikjum Grindavíkur. Páll Axel hefur skorað 80 stig í tveimur leikjum Grindavikur í Iceland Express deild karla, fyrst 39 stig í framlengdum leik á móti Stjörnunni og svo 41 stig á móti Njarðvík.

Frammistaða fyrirliða Grindavíkur hefur verið einstök í þessum tveimur spennandi leikjum. Hann er með 40 stig, 14,5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali og hefur 50,5 í meðalframlagi út úr þessum tveimur leikjum en í báðum leikjum lagði hann grunninn að baki sigri síns liðs með svakalegri skotsýningu. Páll Axel hefur líka hitt úr 9 af 10 vítaskotum sínum og aðeins tapað þremur boltum þrátt fyrir að vera þungarmiðjan í sóknarleik Grindavíkur.

Páll Axel er með sér síðu á "Live Stat" - Tölfræðivefnum eins og allir leikmenn og hans síðu má finna hér. Á síðunni hans Páls Axels er yfirlit yfir alla tölfræði hans í Iceland Express deildinni og þar er bæði hægt að finna heildartölur hans sem og frammistöðu í hverjum leik.

Páll Axel hefur hitt úr 65,9 prósent skota sinn utan af velli í þessum leikjum þar af hefur hann hitt úr 13 af 18 þriggja stiga sinna (72,2 prósent). Á leikmannasíðu Páls Axel má sjá nákvæmt yfirlit yfir það hvaðan hann er að skjóta og hvar hann hittir best en það má finn undir "Ítarlegri tölfræði" á leikmannasíðu hans eða með því að smella hér. Þar kemur fram að hann á ennþá eftir að klikka úr þriggja stiga skoti út á kanti. Páll Axel hefur ennfremur tekið flest skota sinna hægra megin í teignum en þar hefur hann verið mjög duglegur að "pósta upp".

Á heimasíðu Páls Axels á "Live Stat" - Tölfræðivefnum má líka sjá það að Páll Axel hefur skorað 23 stig að meðaltali í fyrri hálfleik og 33 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikhlutunum. Páll Axel er því rólegastur í lokaleikhlutanum þar sem hann hefur aðeins skorað 9 af þessum 80 stigum. Páll Axel frákastar líka miklu meira í seinni hálfleik (10,0) en þeim fyrri (3,5) og munar þar um 6,5 fráköstum sem verður nú að teljast nokkuð mikið.

Það er hægt að finna svona upplýsingar um alla leiki sem er skráðir inn í MBT-live stat kerfið. Þar er einnig hægt að finna hvaða leikmenn eru efstir í öllum helstu tölfræðiþáttum. Flest félög í efstu deildum karla og kvenna hafa tekið forritið í notkun og það eru því flestir leikjanna í beinni tölfræðilýsingu á KKÍ.is. Þar má fylgjast með hverri sókn, hverju skoti og hverri körfu um leið og leikurinn er í gangi.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Trausti Eiríksson fagnaði 18 ára afmæli sínu í Bosníu í júlí 2009. Trausti sem var þar að keppa með U18 ára liði Íslands í B-deild Evrópukeppninnar fékk þessa veglegu afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum. Sannur liðsandi þar á ferð!
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið