© 2000-2020 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.9.2008 | 19:55 | FÍR
Tap gegn Hollandi
Páll Axel var stigahæstur íslenska liðsins í kvöld
Eins og fram hefur komið tapaði Ísland fyrir Hollandi í kvöld í Evrópukeppninni í leik sem fram fór í Almere í Hollandi.

Hollenska liðið byrjaði mun betur eða öllu heldur Francisco Elson en hann skoraði 9 fyrstu stig liðsins jafnframt sem hann batt vörnina saman. Elson er leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni og var um tíma leikmaður meistara San Antonio Spurs.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25:13 heimamönnum í vil.

Íslenska liðið náðu að komast inn í leikinn í 2. leikhlutanum með mikilli baráttu og ágætis hittni og vannst leihlutinn 12:19.

Í hálfleik var staðan 37:32 heimamönnum í hag.

Jafnfræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks og aðeins herslumuninn vantaði að ná að jafna eða hugsanlega komast yfir. 3. leikhluti fór 21:21.

Mikil spenna hljóp í leikinn í upphafi þess 4. en þá náði íslenska liðið að minnka muninn í 3 stig og fékk tækifæri í þeirri stöðu að minnka ennfrekar eða jafna. Það tókst ekki og mjg slæmur kafli kom í kjölfarið þar sem Hollendingar skoruðu 15 stig í röð og náðu að vinna nokkuð öruggan sigur á endanum.

Það má segja að munurinn á liðunum hafi verið áður nefndur Francisco Elson en hann skoraði 28 stig, tók 11 fráköst auk þess sem hann batt saman vörn liðsins og gerði leikmönnum íslenska liðsins erfitt fyrir að skora nálægt körfunni.

Lokatölur voru 84:68. Einhver bilun var í tölfræðikerfinu hjá þeim hollensku og kemur tölfræðin annað hvort seinna í kvöld eða á morgun.

Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur íslenska liðsins með 12 stig, Helgi Magnússon, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu allir 9 stig. Fannar Ólafsson skoraði 7 stig og aðrir minna.

Liðið kemur heim á morgun og þá hefst undirbúningur fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi sem fram fer í Laugardalshöll næsta miðvikudag klukkan 19:15.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn 18 ára landsliðs karla fagna sigrinum á Svíum í úrslitaleik NM 2006.  Í bakgrunni sjást Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, fagna úrslitunum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið