S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
10.9.2008 | 23:31 | Stefán
Sigur í fyrsta leik
Jón Arnór Stefánsson fór fyrir Íslandi í kvöld. Mynd: SÞB
Stigaskorið dreifðist milli manna og skoruðu fjórir leikmenn tíu stig eða meira. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur með 14 stig og þeir Logi Gunnarsson, Páll Axel Vilbergsson og Helgi Magnússon voru með 12 stig hver. Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Danir minnkuðu muninn og komust yfir 8-9. Ísland komst yfir á ný með körfu frá Jóni Arnóri Stefánssyni. Danirnir komust yfir aftur 12-14 með þriggja-stiga körfu. Íslenska liðið komst þá á góða siglingu og næstu 11 stig leiksins voru íslensk. Ísland leiddi eftir 1. leikhluta 25-19. Í öðrum leikhlutu juku Íslendingar muninn og fór hann upp í 10 stig. Danirnir dóu þá ekki ráðalausir og minnkuðu muninn í eitt stig en Ísland náði að auka muninn og leiddi í hálfleik 40-37. Seinni hálfleikur var afar góður hjá íslenska liðinu sem náði mesta mun leiksins þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum 61-46. En þá vöknuðu Danir af værum blundi og fóru að saxa á forskot íslenska liðsins og var endaspretturinn æsispennandi. En íslenska liðið vel stutt af áhorfendum kláraði leikinn með glæsibrag og unnu verðskuldaðan sex stiga sigur 77-71. |