S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
10.9.2008 | 13:51 | Stefán
Notuðu körfuboltaskó sem bolta og ferðatösku sem körfu
Stelpurnar eru í Svartfjallaland.
Íslenski hópurinn vakti mikla athygli á Kastrup í Kaupmannahöfn þar sem Ágúst Björgvinsson þjálfari liðsins nýtti tímann í að fara í gegnum leikkerfi. Stelpurnar notuðu körfuboltaskó sem bolta og ferðatösku sem körfu og ýttu einnig nokkrum sætalengjum til og frá til að búa til pláss fyrir teiginn. Þetta vakti mikla athygli gesta og gangandi á flugvellinum en sem betur fór voru ekki gerðar neinar athugasemdir við framtakið enda gengu allir vel frá áður en hoppað var upp í flugvélina til Belgrad. Jovana Lilja Stefánsdóttir hefur haft nóg að gera það sem af er ferðarinnar og hefur serbnesku kunnátta hennar komið sér afar vel hvort sem er það er í samræðum við bílstjórann eða fólkið á hótelinu. "Jovana, Jovana, hvar er Jovana" heyrist ávallt þegar einhverjir tungumálaerfiðleikar koma upp en starfsfólkið á hótelinu er flest í eldri kantinum sem kann ekki stakt orð í ensku. Hótelið er í um 40 mínútna fjarlægð frá íþróttahúsinu og ökuferðin þangað er upp og niður fjöll og hæðir þar sem keyrt er að því virðist hring eftir hring. Náttúran og veðrið fær þó bestu einkunn enda oft eins og verið sé að keyra inn í mynd á fallegu póstkorti. Það tók tæpa tvo tíma að keyra frá flugvellinum upp á hótel en sem betur fer var hægt að skella mynd í tækið og var horft á Stellu í orlofi og þætti úr Næturvaktinni til þess að stytta sér stundir á meðan hver fjallshlíðin á fætur annarri er klifin. |