© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.9.2008 | 12:55 | OOJ | Landslið
Helena yngst allra körfuboltakvenna í 30 A-landsleiki
Helena Sverrisdóttir hefur skorað 461 stig fyrir A-lið kvenna. Mynd: SÖA
Helena Sverrisdóttir bætti í gær rúmlega tíu ára met Önnu Dísar Sveinbjörnsdóttur þegar hún varð yngsta körfuboltakona Íslands til þess að ná því að leika 30 A-landsleiki. Helena bættti metið rúmt ár en Anna Dís var 21 árs, sjö mánaða og 3 daga þegar hún lék sinn 30. og síðasta landsleik á Promotion Cup í Austurríki sumarið 1998. Helena var 20 ára, fimm mánaða og 30 daga gömul í gær þegar íslenska kvennalandsliðið mætti Svartfjallalandi í fimmta og síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í haust.

Helena er einnig yngsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún var aðeins 14 ára og 9 mánaða þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Englandi á móti í Lúxemborg 27. desember 2002. Helena skoraði ekki í sínum fyrstu þremur landsleikjum en skoraði síðan 22 stig í þeim fjórða sem var á móti Noregi á Norðurlandamóti einu og hálfu ári síðar.

Helena er þegar komin upp í 3. sæti yfir stigahæstu leikmenn A-landsliðs kvenna frá upphafi. Helena hefur skorað 495 stig í leikjunum 30 eða 16,5 að meðaltali í leik. Hana vantar 108 stig til að ná Birnu Valgarðsdóttur í 2. sætinu og 264 stig til að jafna met Önnu Maríu Sveinsdóttur sem skoraði 749 stig í sínum 60 landsleikjum en það gera 12,7 stig að meðaltali í leik.

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir lék 30 landsleiki á árunum 199-1998 en lék engan landsleik eftir að hún fór til Bandaríkjanna og lagði stund á nám við Converse -skólann. Anna Dís kláraði námið 2002 og kom ekki aftur heima eftir það. Hún hætti í körfunni alltof snemma en í sínum 30 landsleikjum þá skoraði hún 225 stig eða 7,5 að meðaltali í leik. Það hafa aðeins ellefu landsliðskonur skorað fleiri stig að meðaltali fyrir A-landsliðið.

Yngstu landsliðskonur til þess að leika 30 A-landsleiki:
20 ára, 5 mánaða og 30 daga - Helena Sverrisdóttir (á móti Svartfjallalandi í Bijelo Polje 2008)
21 árs, 7 mánaða og 3 daga - Anna Dís Sveinbjörnsdóttir (á móti Kýpur í Austurríki 1998)
23 ára, 7 mánaða og 15 daga - Hildur Sigurðardóttir (á móti Englandi á Ásvöllum 2005)
23 ára, 11 mánaða og 28 daga - Helga Þorvaldsdóttir (á móti Danmörku í Bergen 2000)
24 ára og 2 daga - Linda Stefánsdóttir (á móti Albaníu á Möltu 1996)
24 ára, 1 mánaða og 16 daga - Alda Leif Jónsdóttir (á móti Möltu á Möltu 2003)
25 ára, 1 mánaða og 7 daga - Guðbjörg Norðfjörð (á móti Írlandi í Dublin 1997)
25 ára, 2 mánaða og 16 daga - Erla Þorsteinsdóttir (á móti Noregi í DHL-Höllinni 2003)
25 ára, 3 mánaða og 16 daga - Birna Valgarðsdóttir (á móti Írlandi í Lúxemborg 2001)
25 ára, 6 mánaða og 10 daga - Anna María Sveinsdóttir (á móti Möltu í Lúxemborg 1995)



Landsliðsferill Helenu Sverrisdóttur 2002-2008:
2002 3 leikir - 0 stig
2004 6 leikir - 102 stig (17,0 í leik)
2005 6 leikir - 92 stig (15,3 í leik)
2006 3 leikir - 53 stig (17,7 í leik)
2007 3 leikir - 63 stig (21,0 í leik)
2008 9 leikir - 185 stig (20,6 í leik)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik ÍBK og Hauka í Keflavík árið 1983.  Pálmar Sigurðsson sækir og Þorsteinn Bjarnason til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið