S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
5.9.2008 | 23:13 | OOJ
Lentar á Írlandi - brunuðu beint á æfingu af flugvellinum
Íslenska kvennalandsliðið mætir Írum á morgun.
Íslenska liðið er staðráðið að enda sigurgöngu írska liðsins í leiknum en Írar hafa unnið tvo leiki í röð og búast við að fá góðan stuðning í leiknum á morgun. Leikurinn fer fram í National Basketball Arena og hefst klukkan 14.30 á morgun eða klukkan 13.30 á íslenskum tíma. Íslenski hópurinn fór af stað frá Íslandi snemam í morgun og var fyrst flogið til Stansted-flugvallar í London. Þar var beðið í sex klukkutíma áður en flogið var áfram til Dyflinnar. Stelpurnar fundu sér eitthvað til að drepa tímann en mesta spennan var örugglega í kringum það þegar þær drógu sig saman í herbergi. Það tókst vel og þjálfarinn Ágúst Björgvinsson viðurkenndi að hann hefði ekki getað raðað þessu betur upp. Seinna fluginu seinkaði um rúman klukkutíma sem þýddi að þegar hópurinn lenti var það stutt í æfingu að ákveðið var að bruna beint upp í Íþróttahús. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er fararstjóri í ferðinni, og hann sá um að koma hópnumm fyrir á hótelinu á meðan æfingunni stóð. Það kom sér vel enda allt klárt og vel skipulagt þegar stelpurnar mættu upp á hótel eftir æfinguna. Eftir fína æfingu, þar sem lagt var lokahöndina á undirbúning liðsins fyrir leikinn á morgun, beið stelpnanna líkalangþráður og góður kvöldmatur. Í kjölfarið drifu stelpurnar sig síðan upp á herbergi til að safna kröftum fyrir átök morgundagsins og þar kom sér vel að þurfa ekki að burðast með töskurnar sem biðu inn á herbergjum þökk sé Hannesi og konu hans. Leikurinn á morgun er það snemma um daginn að íslenska liðið nær ekki að æfa fyrr um daginn eins og þær eru vanar. Þess í stað verður lögð áhersla á að þær undirbúi sig sem best, borði vel og hvíli sig þannig að þær mæti af fullan tank af íslenskum baráttuanda í National Basketball Arena á morgun. |